Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Þekking verður tölvudeild A4

Þekking og Egilsson undirrita samning.

Þekking og A4 hafa gert með sér þriggja ára samning um að Þekking taki að sér að vera tölvudeild fyrir A4. Þekking mun sjá um rekstur, ráðgjöf og hýsingu á sviði upplýsingatækni.


Þekking og A4 hafa átt samstarf frá 2013 en með nýjum samningi eykur Þekking enn við þjónustu við A4.

Ásta Björk Matthíasdóttir, fjármálastjóri A4, segist vera afar ánægð með nýja samninginn enda hafi Þekking reynst öflugur þjónustuaðili fyrir A4 í gegnum árin og starfsfólk A4 sé afar ánægt með fagleg og frábær vinnubrögð starfsfólks Þekkingar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Stefán Jóhannesson,framkvæmdastjóra Þekkingar, ásamt Ástu Björk, fjármálastjóra A4 og Árna Rúnari, viðskiptastjóra við undirritun samningsins.