Þekking óskar eftir öflugum liðsauka

Þekking er 20 ára um þessar mundir

Þekking vinnur markvisst að því að vera fjölskylduvænt fyrirtæki sem og heilsueflandi vinnustaður. Þekking leggur áherslu á breiðan aldurshóp starfsfólks og er mannauðsstefnan í samræmi við það. Við viljum draga að okkur jákvætt starfsfólk sem vill ná árangri og tekur breytingum fagnandi. Slagorð mannauðs Þekkingar er „Samhent stígum við fram á við“ og endurspeglar það starfsumhverfið sem við viljum byggja upp og bjóðum nýju fólki að taka þátt í.

Ef þú hefur kynnt þér fyrirtækið og hefur áhuga á vera hluti af Þekkingarteyminu þá geturðu sent almenna umsókn ásamt kynningarbréfi á tölvupóstfangið atvinna@thekking.is.  Ef lausar stöður eru hjá Þekkingu þá má sjá nánar um þær hér en við minnum áhugasama umsækjendur um að tiltaka greinilega hvaða starf viðkomandi er að sækja um.