Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Þekking fær öflugan liðsauka

Þekking hf. hefur ráðið til starfa þrjá sérfræðinga á hið nýstofnað svið Viðskiptaþróun og ráðgjöf. Með ráðningunni er enn bætt í hóp öflugra ráðgjafa á sviði upplýsinga- og öryggistækni. Hjá sviðinu starfa nú sjö sérfræðingar.

Þekking hf. hefur ráðið til starfa þrjá sérfræðinga á hiðnýstofnað svið Viðskiptaþróun og ráðgjöf. Með ráðningunni er enn bætt í hópöflugra ráðgjafa á sviði upplýsinga- og öryggistækni. Hjá sviðinu starfa nú sjösérfræðingar.

Sviðinu er stýrt af Guðmundi Arnari Þórðarssyni og leiðir þaðráðgjöf, sérfræðiþjónustu og verkefnastjórnun hjá Þekkingu með það aðleiðarljósi að stuðla að bestu mögulegu nýtingu upplýsingatækni.

Stefán Örn Stefánsson, ráðgjafi, starfaði m.a. semsviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Kynnisferða, sem kerfisstjóri hjá Nova ogActavis auk þess sem hann tók þátt í uppbyggingu á sjónvarpi Símans. Stefán Örnhefur hlotið fjölda vottana á hinum ýmsu sviðum upplýsingatækni.  Stefán Örn mun m.a. sinna verkefnastýringu, MSDynamics ráðgjöf og starfa sem vCIO.

Sigurður Pétur Oddsson, verkefnastjóri, hefur undanfarin sjöár starfað sem verkefnastjóri og síðar vörustjóri hjá Sýn, áður Vodafone.  Sigurður Pétur er með B.Sc í Viðskipta- ogmarkaðsfræði og meistaragráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst. Hann munleiða verkefnastýringu stærri verkefna auk þess að sinna vöruþróun.

Bæring Logason,  upplýsingaöryggisstjóri,hefur undanfarin sex ár unnið að upplýsingaöryggis- og gæðamálum hjá Sýn, áðurVodafone. Bæring er menntaður rekstarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavíkog með meistaragráðu í gæðastjórnun frá Florida Instititute of Technology.Bæring mun sinna rekstri stjórnkerfis upplýsingaöryggis Þekkingar ásamt því aðveita viðskiptavinum ráðgjöf varðandi málefni tengd upplýsingaöryggi.

Sjá nánar í VB: http://www.vb.is/frettir/thekking-raedur-thrja-nyja-serfraedinga/154292/?fbclid=IwAR2xK17wwhuZeUDvzdIzMDI2Fgh7Y2YchlGo2jP0KSX722C6pEBArwfiZcs