Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Stytting vinnuvikunnar

Stytting vinnuvikunnar

Stytting vinnuvikunnar var kynnt starfsfólki Þekkingar á dögunum. Á kynningunni var farið vel yfir útfærslu á vinnutímastyttingu VR. Mannauðsstjóri Þekkingar stýrði verkefninu hér innanhúss. Hún ráðfærði sig við trúnaðarmann VR innan Þekkingar, starfsfólk og stjórnendur, ráðgjafa VR og ræddi jafnframt við önnur stéttarfélög sem enn hafa ekki samið um sambærileg réttindi.

Hjá Þekkingu starfar fjölbreyttur hópur fólks í mismunandi stéttarfélögum. Það gerði verkefnið meira krefjandi en það var ávallt skýrt að það væri undir starfsfólki komið hvernig það vildi nýta þessi réttindi sín og atvinnurekanda að verða við þeim. 

Ég, sem trúnaðarmaður VR og starfsmaður Þekkingar, er ánægður með að þessi leið er farin og veit að starfsfólkið fagnar því líka.

Tómas Dan Jónsson, trúnaðarmaður VR hjá Þekkingu

9 mínútur á dag gera 3 klst. og 15 mín. á mánuði

Útgangspunktur Þekkingar var fyrst og fremst að tryggja starfsfólki tíma sem nýttist vel, enda ljóst að stytting vinnuvikunnar um 9 mínútur á dag í því umhverfi sem Þekking starfar í myndu ekki nýtast sérlega vel.

  • 9 mínútur á dag
  • 45 mínútur á viku
  • 3 tímar og 15 mínútur á mánuði

Niðurstaðan varð sú að starfsfólk Þekkingar sem á þessi réttindi hyggst safna tímanum upp á mánuði sem gerir 3 klst. og 15 mín. og taka tímann út í heilu lagi á degi að eigin vali (í samráði við yfirmann). Þetta auðveldar fólki lífið þegar kemur að ýmsum persónulegum erindum eins og t.d. þegar frídagar eru í skólum barna. Þekking hefur reyndar alltaf skorað hátt þegar kemur að sveigjanleika í vinnu en það byggir auðvitað á áralöngu trausti milli starfsfólks og fyrirtækisins – þessi útfærsla er í takt við það.