Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Sigurvegarar Media Management Award

Sigurvegarar Media Management Award

Þekking, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn háskólasjúkrahús sigurvegarar í Media Management Award. Í morgun, 17 september, var tilkynnt hvaða verkefni hlyti Media Management Award. Tilnefnd til fyrstu verðlauna voru verkefnin; Springer Medizin, National Institute of Dramatic Art (NIDA) og The Icelandic Police & The National University Hospital of Iceland.

Íslenska verkefnið sem var leitt af Þekkingu og vinnuhópum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala háskólasjúkrahúsi fékk umsögnina:

„Verkefnið fyrir íslensku lögregluna og Landspítalann háskólasjúkrahús sýnir mestu nýsköpunina í framúrskarandi útfærslu á meðferð viðkvæmra gagna. Framkvæmd verkefnisins er nýstárleg á heimsmælikvarða og er dæmi um samstarfsaðferð sem ekki hefur verið notuð áður. Verkefnið undirstrikar mikilvægi og þörf á því að deila upplýsingum á milli stofnana ásamt því hvernig tækni nýtist frábærlega þeim sem starfa við að tryggja öryggi þegna og samfélags.“


Verkefnið snérist um að deila upplýsingum á milli rannsóknaraðila lögreglunnar og Landspítala háskólasjúkrahúss í öruggum skráarskiptum.

Stór hluti af teyminu, frá vinstri til hægri:
Hildur Dís Kristjánsdóttir, Steingrímur Fannar Stefánsson, Vignir Ö. Oddgeirsson, Hrönn Stefánsdóttir, Júlíus Sigurjónsson, Auður Ester Guðlaugsdóttir, Einar Karl Kristjánsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Helgi Valberg Jensson

Flott verkefni á heimsmælikvarða

„Það kom okkur þægilega á óvart að vera tilnefnd til þessara verðlauna og auðvitað enn betra að við skyldum enda sem sigurvegarar á móti þessu flottu verkefnum,“ segir Steingrímur Fannar Stefánsson um verðlaunin.
„Þetta sýnir okkur að við erum að vinna á heimsmælikvarða og það þarf oft að minna sig á að þó svo Ísland sé ekki fjölmennt, þá eigum við frábæra sérfræðingaí þekkingargeiranum. Okkar góðu samstarfsaðilar í Lögreglunni og Landspítala háskólasjúkrahúsi vilja alltaf gera betur. Það er auðvitað lykillinn að árangri,“ sagði Steingrímur um sigurinn.

Í meðfylgjandi hlekk má sjá upptöku frá þegar tilkynnt var um sigurvegar á Facebook síðu FotoWare (4:14 mínútur)