Sérfræðingur í rekstrarþjónustu

Þekking leitar að kerfisstjóra í stöðu sérfræðings í rekstrarþjónustutil starfa með reynslumiklum hópi á rekstrarsviði. Staðan stendur til boða hvort sem er á Akureyri eða Kópavogi. Sem sérfræðingur í rekstrarþjónustu ertu í samskiptum við starfsfólk af öðrum sviðum sem og viðskiptavini og vinnur markvisst að því að viðhalda heilbrigðum rekstri kerfa. Hjá Þekkingu er unnið eftir viðurkenndum vinnuaðferðum til þess að tryggja öryggi og uppitíma kerfa (t.d. sjálfvirkni og scriptur) og mun starfsmaður ásamt samstarfsfólki taka virkan þátt í að þróa verkferla enn frekar.

Um er að ræða fullt starf og þarf starfsmaður stöku sinnum að geta tekið vaktir utan hefðbundins dagvinnutíma.

Starfssvið:

  • Úrlausn erinda viðskiptavina
  • Umsjón og eftirlit með kerfum
  • Uppsetningar, breytingar og ráðgjöf á upplýsingatæknikerfum
  • Sýna frumkvæði og koma málum í farveg
  • Veita góða þjónustu sem endurspeglast í ánægðum viðskiptavinum

Hæfniskröfur:

  • Minnst 2 ára reynsla í starfi kerfisstjóra
  • Menntun á sviði upplýsingatækni t.d. kerfisfræði, kerfisstjórnun eða sambærilegt
  • Tæknilegar vottanir mikill kostur
  • Færni í mannlegum samskiptum og góð íslenskukunnátta
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð sem og úrræðasemi

Frekari upplýsingar:

Einar Hólm, sviðsstjóri rekstrarsviðs, s. 460 3132
Ásta Bærings, mannauðsstjóri, s. 460 3166 eða atvinna@thekking.is