Sérfræðingur í netkerfum

Þekking leitar að sérfræðingi í fullt starf með reynslumiklum hópi á innviðasviði á Akureyri eða Kópavogi. Sem sérfræðingur í netkerfumertu í miklum samskiptum við viðskiptavini þar sem leysa þarf úr fjölbreyttum verkefnum. Starfið felur í sér uppsetningu, rekstur, bilanagreiningu og hönnun á netumhverfi viðskiptavina sem og Þekkingar. Sem sérfræðingur í netkerfum býðst þér að taka þátt í ýmsum verkefnum í samstarfi við önnur svið sem og vinna markvisst að því að efla og þróa innviðasvið með nánustu samstarfsfélögum.

Starfssvið:

 • Hönnun og uppsetning á netumhverfi
 • Rekstur og bilanagreiningar á netumhverfi
 • Ráðgjöf og úrlausn erinda viðskiptavina á sviði netumhverfis

Hæfniskröfur:

 • 3-5 ára reynsla af rekstri netkerfa í stærri fyrirtækja/hýsingaraðila umhverfi
 • Þekking á rekstri og bilanagreiningu viðnetstenginga, MPLS/VRF högunar
 • Þekking á rekstri eldveggja, VPN og þráðlausum búnaði
 • Þekking á Cisco-netbúnaði – CCNA og aðrar gráður kostur
 • Þekking á Cisco UCS búnaði kostur
 • Þekking á Netapp gagnageymslum kostur
 • Þekking á NSX kostur
 • Linux þekking kostur
 • Færni í mannlegum samskiptum og góð íslenskukunnátta
 • Sjálfstæð vinnubrögð og úrræðasemi

Frekari upplýsingar:

Marteinn Sigurðsson, sviðsstjóri innviðasviðs, s. 460 3147 
Ásta Bærings, mannauðsstjóri, s. 460 3166 eða atvinna@thekking.is