Sérfræðingur í fjarþjónustu

Þekking leitar að þjónustulunduðum einstaklingi með góða tölvuþekkingu til þess að bætast við í frábæran hóp reynslumikils fólks í fjarþjónustunni okkar á Akureyri eða Kópavogi. Sem sérfræðingur í fjarþjónustu ertu fyrsti snertipunktur gagnvart viðskiptavinum sem felur í sér ráðgjöf til viðskiptavina og úrlausn mála í gegnum síma eða með yfirtöku. Sem sérfræðingur í fjarþjónustu býðst þér að taka þátt í ýmsum verkefnum í samstarfi við önnur svið sem og vinna markvisst að því að efla og þróa fjarþjónustuna með nánustu samstarfsfélögum.

Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf eftir samkomulagi og þarf starfsmaður stöku sinnum að geta tekið vaktir utan hefðbundins dagvinnutíma.

Starfssvið:

 • Ráðgjöf og úrlausn erinda viðskiptavina í gegnum síma og/eða með yfirtöku búnaðar
 • Veita framúrskarandi þjónustu sem endurspeglast í ánægðum viðskiptavinum
 • Fylgja eftir opnum málum í vinnslu
 • Möguleg þátttaka í þróunarverkefnum innan sviðs
 • Möguleg þátttaka í verkefnum þvert á svið

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi í tölvuþjónustu er mikill kostur
 • Góð þekking á Microsoft umhverfinu
 • Geta til að greina tæknileg vandamál og leysa
 • Ábyrgðartilfinning og góð skipulagshæfni
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Sjálfstæð vinnubrögð og úrræðasemi
 • Háskólapróf eða nám á sviði upplýsingatækni er kostur 

Frekari upplýsingar:

Jóhann Helgason, sviðsstjóri þjónustusviðs, s. 460 3139
Ásta Bærings, mannauðsstjóri, s. 460 3166 eða atvinna@thekking.is