Samskiptalausnir

Auðveld og árangursrík samskipti eru lykilþættir í árangri nútíma fyrirtækja. Á stuttum tíma hefur leiðum til að eiga samskipti fjölgað mikið sem getur flækt málin.

En það er okkar hlutverk hjá Þekkingu að gera flókna hluti einfalda. Það er mikilvægt að greina viðskiptavinahópa og hlusta á þarftir þarfir þeirra sem vilja eiga samskipti við þitt fyrirtæki. Hefur þú velt fyrir þér hvernig þínir viðskiptavinir vilja nálgast þitt fyrirtæki?

Þekking býður alhliða ráðgjöf og þjónustu varðandi samskiptalausnir. Ef þú vilt bæta samskiptin í þínu fyrirtæki þá við finnum lausnina fyrir þig. Þegar við setjum saman samskiptalausnir horfum við á mörg minni kerfi sem við röðum saman í eina heildarmynd sem innifelur eitt eða fleiri af þessum kerfum:

  • Símkerfi
  • Tölvupóstur
  • Snarskilaboð
  • Hópvinnukerfi
  • Verkefnastjórnun
  • Spjallkerfi
  • Samfélagsmiðlar
  • Heimasíður

Gerðu samskipti viðskiptavina

Viðskiptavinir gera miklar kröfur sem geta verið mismunandi milli markhópa. Hvort sem þú ert með einn eða fleiri markhópa þá er líka nýliðun í mörgum hópum og með nýju fólki koma nýjar áherslur. Vertu viss um að þú sért að uppfylla óskir þinna viðskiptavina og byggðu upp markviss samskipti. Saman finnum við út úr því hvaða leið hentar þínu fyrirtæki og byggjum samskiptalausn sem eykur ánægju hjá viðskiptavinum og starfsfólki.

Samskiptalausnir sem auka arðsemi

Öll viljum við nýta tíma okkar betur og fjármuni. Þekking kemur upp skilvirkum samskiptalausnum og áhrifaríku skipulagi sem fækkar óþarfa símtölum og tölvupóstum. Þannig spörum við dýrmætan tíma sem hægt er að nýta í að skapa frekari verðmæti.

Allar upplýsingar aðgengilegar

Liggja mikilvægar upplýsingar hingað og þangað um fyrirtækið þitt? Safnaðu saman mikilvægum upplýsingum með markvissum hætti og deildu til þeirra sem eiga að hafa aðgang. Gerðu skjöl og gögn aðgengileg þar sem á þarf að halda þegar á þarf að halda. Hvort sem það er innan fyrirtækisins eða utan. Öll skjöl og upplýsingar aðgengilegar í gegnum öll tæki sem þú óskar eftir.

Samskiptalausnir Þekkingar hámarka framleiðni starfsfólks og tryggja öryggi í miðlun upplýsinga. Hvort sem um er að ræða tölvupóst, spjallforrit eða símtæki þá tryggjum við örugg, áreiðanleg og einföld samskipti. Hafðu samband strax í dag og bættu samskiptin.

Símkerfi fyrir þitt fyrirtæki

Það er sama í hvaða starfsemi þitt fyrirtæki er við höfum símkerfi og lausnir á símamálum sem styðja við þína starfsemi. Í dag er hægt að nýta eingöngu farsíma, vera með stóra borðsíma eða hafa símann í tölvu starfsmanna svo er hægt að blanda þessu öllu saman í eina lausn. Hafðu samband eða smellut hér til að kynna þér það sem Þekking getur gert fyrir þig í símamálum.

Tölvupóstur

Þú verður að vera með tölvupóst en það er að ýmsu að hyggja. Viltu að starfsfólk geti nálgast tölvupóstinn hvar sem er og hvenær sem er, viltu að starfsfólk geti nálgast tölvupóstinn í gegnum mismunandi tæki á mismunandi tíma? Hvað með öryggi viltu eiga afrit af tölvupóstum, hversu lengi? Eru persónuverndarmál með tölvupósta í lagi? Hvort viltu Microsoft eða Google jafnvel einhverja aðra lausn? Það eru fullt af spurningum við hjálpum þér að svara þeim öllum og komum með lausn sem hentar þínu fyrirtæki.

Hópvinnukerfi

Viltu halda utan um og stýra aðgengi að mikilvægum upplýsingum? Með hópvinnukerfi getur þú haldið utan um mikilvæga þekkingu og skjöl. Þú stýrir vinnu við skjöl og hverjir hafa aðgang og réttindi að skjölum og gögnum. Miðlaðu upplýsinga með markvissum hætti milli starfsmanna.

Verkefnastjórnun

Hver er að gera hvað, hvað verkefnið komið langt, hvernig er staðan á kostnaðaráætlun, hvað á að gera næst og hvenær verður verkefninu lokið? Ef þú vilt ná yfirsýn og markvissri stjórnun á verkefnum þá finnum við lausn sem hentar.

Spjallkerfi

Á sama tíma og tölvupóstur er nauðsynlegur þá getur líka verið vandamál að það sé of mikið af honum. Þá er gott að nýta spjallkerfi bæði innan fyrirtækisins og svo einnig við viðskiptavini þegar það á við. Notaðu spjallkerfi fyrir stutt skilaboð sem ekki þurfa ekki að vera til staðfest í tölvupósti.

Samfélagsmiðlar

Samskiptaleiðum sem viðskiptavinir vilja nýta fjölgar ört. Ef þinn markhópur nýtir ákveðna samfélagsmiðla mikið þá getur þú náð forskoti með því að auðvelda þessum hóp samskipti við þitt fyrirtæki. Þekking byggir upp sterkar samskiptaleiðir með þér svo þú getir sinnt viðskiptavinunum vel.

Heimasíður

Upplýsingar um vöru og þjónustu er mikilvægt að hafa aðgengilegt á heimasíðu en líka að viðskiptavinir eigi auðvelt með að eiga samskipti við fyrirtækið þitt um vöruna eða þjónustuna. Með því að opna á samskipti í gegnum heimasíðu bætir þú aðgengi viðskiptavina enn frekar.

CRM kerfi

Viðskiptastjórnun eða Customer Relationship Management (CRM) verður stöðugt mikilvægara með flóknari samskiptaleiðum og verðmætum í upplýsingum um viðskiptavini. Með skipulögðum hætti getur þú stjórnað samskiptum við þína viðskiptavini og greint mikilvægustu viðskiptavinina út úr heildarhópnum. Vertu viss um að fyrirtækið þitt sé að sinna mikilvægustu viðskiptavinunum vel. Kynntu þér hvað Þekking getur gert fyrir þig í CRM málum með því.

Hvort sem þú þarft einn eða fleiri af þessum þáttum til að byggja upp samskiptakerfi fyrir þitt fyrirtæki þá aðstoðum við þig að byggja upp heildarkerfið og sjá um að það virki sem allra best.

Hafðu samband

Viltu fá að vita meira um samskiptalausnir Þekkingar? Við viljum endilega heyra frá þér svo hafðu samband hér