Náttúruhamfaratrygging Íslands í þjónustu Þekkingar

Skýrar boðleiðir

„Boðleiðir virðast skýrar því að verkbeiðnir þvælast ekki á milli aðila áður en úrlausn fæst. Öllum verkbeiðnum er svarað skjótt, úrlausn fengin og eftirfylgni með því hvort væntingar viðskiptavina séu uppfylltar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri, um þjónustu Þekkingar.

Tölvudeild og öryggisráðgjöf

„Þekking er í raun tölvudeild Viðlagatryggingar Íslands og rekur fyrir stofnunina litla tölvudeild sem annast hýsingu allra helstu kerfa, tölvupóst, skjalakerfi, gæðakerfi og heimasíðu. Auk þess hefur Þekking annast ráðgefandi verkefni, t.d. hvað varðar upplýsingaöryggi og fleiri stefnumótandi þætti upplýsingamála hjá stofnuninni.“

Hulda segir ávinninginn af því að hafa alla sérfræðinga innan seilingar vera ótvíræðan.

Aðgangur að sérfræðingum á hagkvæman máta

„Það er óhagkvæmt í lítilli rekstrareiningu eins og hjá okkur að byggja upp þá þekkingu sem nauðsynleg er til að reka alhliða tölvukerfi. Fyrir okkur er nauðsynlegt að hafa aðgang að víðtækri þekkingu, sem ekki væri auðvelt að finna í einum starfsmanni. Þess vegna hentar okkur vel að nýta þá þjónustu sem veitt er af sérfræðingum á hverju sviði eftir því sem á þarf að halda. Stjórnskipulag Þekkingar er frekar flatt og aðgangur að starfsmönnum mjög greiður sem hentar okkur vel,“ segir Hulda og bætir því við að miðað við reynslu Viðlagatryggingar Íslands af útivistun á rekstri tölvukerfa myndi hún mæla með því að allir skoðuðu þá möguleika sem í boði eru hvað það varðar.

Myndir þú mæla með því að fyrirtæki og stofnanir íhugi útvistun á rekstri tölvukerfa
sinna og hvað ætti fólk að hafa sérstaklega í huga við slíkt mat?

„Miðað við reynslu VTÍ af útvistun á rekstri tölvukerfa, mæli ég með því að allir skoði þá möguleika sem eru í boði. Mér finnst mikilvægt að samningar séu skýrir, ljóst sé hvaða þjónustu er verið að greiða fyrir í föstum samningum og hvaða verkefni teljist utan samnings. Það dregur úr mögulegum núningi á milli aðila þegar í samstarf er komið.“

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.