Tölvukerfi Norðlenska í þjónustu og hýsingu Þekkingar

Hjá Norðlenska starfa að jafnaði um 200 manns og nær starfsemin
yfir allt frá slátrun búfjár til fullvinnslu afurðanna. Höfuðstöðvarnar eru á Akureyri en fyrirtækið er einnig með starfsemi á Húsavík, í Kópavogi og á Höfn í Hornafirði.

„Í dag erum við með allt kerfið í hýsingu hjá Þekkingu en þeir sjá einnig um rekstrarviðmót
upplýsingakerfisins eða netsins, aðgangsstýringar, tölvupóst og í raun alla alhliða tölvuþjónustu fyrir okkur, bæði í vél- og hugbúnaði.“

Upplýsingatækni lykillinn í fjölbreyttum rekstri

Norðlenska er með fjórar starfsstöðvar og fjölbreytta starfsemi víða um landið. Höfuðstöðvarnar eru á Akureyri, ásamt stórgripasláturhúsi og kjötvinnslu, á Húsavík er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla, á Höfn er sauðfjársláturhús og söluskrifstofa er í Reykjavík. Sigmundur segir að þegar fyrirtæki séu með starfsemi á svo mörgum stöðum sé nauðsynlegt að geta treyst á allt kerfið.

„Upplýsingatæknin er sífellt að verða stærri hluti af starfinu hjá okkur og „on-line“ upplýsingatækni er í raun lykillinn að ákvörðunum í rekstri. Við þurfum því að geta treyst á kerfin og þau að vera notendavæn. Það má því segja að hlutverk fyrirtækja eins og Þekkingar verði
sífellt veigameira í nútíma samfélagi um leið og það verður minna sýnilegt.“

Hreinskiptin og góð samskipti

Þegar rætt er um langt og farsælt samstarf fyrirtækjanna segist Sigmundur telja að hreinskiptin og góð samskipti séu lykillinn. „Hagsmunaaðilar innan fyrirtækjanna hafa sýnt skilning og verið lausnamiðaðir og okkar upplifun er sú að Þekking hafi ávallt hagsmuni Norðlenska í huga við lausnir og þjónustu.“

Persónuleg þjónusta skapar traust

„Þjónustan hefur líka alltaf verið persónuleg. Það skapar traust sem gerir öll samskipti þægilegri,“ segir Sigmundur. „Auðvitað hafa komið upp einhver atvik en þau hafa verið léttvæg og maður er fljótur að gleyma því neikvæða því hlutunum er að jafnaði fljótt kippt í liðinn.“ Hann segist þó finna fyrir því að fjarlægð til stjórnenda Þekkingar hafi aukist með starfseminni á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta gæti leitt til þess að nýjungar eigi ekki eins greiða leið inn í Norðlenska og áður þar sem þessir hlutir koma oft í gegnum stjórnendur. „En ef allir eru meðvitaðir um stöðuna ætti staðsetningin ekki að koma að sök“ bætir hann við í lokin.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.