Steypustöðin með tölvukerfin í hýsingu hjá Þekkingu

„Við vorum í hýsingu með tölvukerfin annars staðar og fannst það ekki ganga nógu vel. Við ákváðum að hafa samband við Þekkingu til að heyra hvað þeir höfðu að bjóða og leist vel á. Framleiðslukerfið okkar er tölvustýrt þannig að ef tölvukerfin eru óvirk erum við stopp með tilheyrandi óþægindum og mögulegu tekjutapi. Það var því mikilvægt fyrir okkur að yfirfærslangengi vel fyrir sig og að við gætum treyst á að uppitími kerfanna væri helst 100%“

Yfirfærslan gekk vonum framar

„Undirbúningur stóð yfir í 4-6 vikur áður en sjálf yfirfærslan átti sér stað.

Kerfisstjóri hjá Þekkingu leiddi þá vinnu og gerði það mjög vel. Hann var með ákveðna sýn á hvernig hann vildi gera þetta og teiknaði það upp með sínu fólki. Yfirfærslan sjálf fór svo fram um helgin og það er ekki laust við að ég hafi verið með smá hnút í maganum þegar ég mætti í vinnuna á mánudagsmorgni, en það komu upp ekki nein teljandi vandræði og hinn almenni notandi var sáralítið var við að skipt hefði verið um hýsingaraðila. Þannig að það er óhætt að segja að yfirfærslan hafi farið fram úr björtustu vonum og ég þakka það fyrst og fremst góðum undirbúningi og fagmennsku af hálfu kerfisstjórans og hans fólki hjá Þekkingu.“

Vel skilgreindar þjónustuleiðir

„Nú erum við búin að vera í þjónustu hjá Þekkingu frá því í byrjun júní og allt hefur gengið mjög vel. Það ermjög gott að leita til starfsmanna Þekkingar með þau vandamál sem koma upp því að þau eru leyst fljótt og örugglega. Í þjónustusamningi er vel skilgreint hvað er innifalið þannig að við fáum enga óvænta aukareikninga, sem hentar okkur vel.“

Tölvudeildin þín

„Það skiptir okkur máli að geta verið í persónulegum tengslum við hýsingaraðilann okkar og upplifa að við getum leitað til þeirra ef við lendum í vandræðum eða þurfum ráðleggingar. Það var okkar mat að það væri of dýrt fyrir fyrirtæki af okkar stærðargráðu að vera með tölvudeild og þess vegna greip slagorð Þekkingar „Tölvudeildin þín“ okkur því að það var einmitt það sem við vorum að leita að og það er óhætt að segja að þær væntingar sem við gerðum í upphafi hafi allar staðist.“

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.