SharePoint og Þekking hafa reynst Dynjanda vel

Við leituðum að kerfi sem gæti uppfyllt þær kröfur sem við gerðum varðandi skjalakerfi og Þekking benti okkur á SharePoint lausnina frá Microsoft,” segir Pétur.

„Við vildum byggja upp öflugt innranet sem þjónaði starfsfólki og stjórnendum á sem bestan hátt. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa gott upplýsingaflæði og að starfsfólk hafi góðan og auðveldan aðgang að upplýsingum um innri starfsemi fyrirtækisins.”

Pétur segir SharePoint hafa reynst Dynjanda mjög vel þann tíma sem það hefur verið í notkun. Upplýsingagjöf til starfsmanna er mun skilvirkari og starfsfólk á auðvelt með að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur.

„Við höfum til dæmis sett inn mikið af upplýsingum sem nauðsynlegt er að starfsfólk hafi aðgang að svo sem starfsmanna- og umhverfisstefnu fyrirtækisins ásamt ýmsum handbókum og vinnuferlum. Lausnin nýtist einnig sem skráningarkerfi fyrir starfsfólk og auðvelt er að sjá hvaða starfsmenn eru við vinnu.”
Pétur segir augljóst að kerfið bjóði upp á gríðarlega möguleika þar sem enn sé verið að bæta inn í það nýjum þáttum í samstarfi við Þekkingu, þetta mun því nýtast Dynjanda við fleiri hliðar rekstursins.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.