Samkeppniseftirlitið innleiddi SharePoint með aðstoð Þekkingar

Af hverju SharePoint?

Við innleiddum SharePoint hjá okkur árið 2008 til að mæta sívaxandi þörf fyrir miðlægri geymslu og samþættingu innri upplýsinga segir Hilmar. Stofnunin var þá og er ennþá að nota OneCRM málakerfið til að halda utan um stjórnsýslumál sem eru til meðferðar. Þó sú lausn nýttist mjög vel til þess sem hún var ætluð var hún ekki að leysa nægilega vel þörf stofnunarinnar um innri vef þar sem hægt væri að samætta hina ýmsu upplýsingabrunna ásamt fréttamiðlun og mannauðstengdum málefnum.

Þar sem stofnunin styðst að mestu leyti við Microsoft lausnir lá beinast við að nýta SharePoint til þess að leysa fyrrgreind verkefni af hendi. Stofnunin innleiddi í samstarfi við Þekkingu innleiðingu á SharePoint haustið 2008. Verkefni hófst í lok árs 2007 og var mikil áhersla lögð á góðan undirbúning, greiningarvinnu og samstarf við starfsmenn og stjórnendur um það hvernig þeir vildu sjá uppsetningu á vefnum og þessa vinnu unnum við alfarið með aðstoð sérfræðinga frá Þekkingu. Það sem kom út úr þessari vinnu var það sem nú er innri vefur stofnunarinnar.

Hvert er hlutverk innri vefsins?

Innri vefurinn okkar heldur utan um ýmis mannauðsmál svo sem starfsmannahandbók, endurmenntunarstefnu, starfslýsingar og viðveru ásamt ýmsum almennum upplýsingum. Einnig er hann notaður sem fréttaveita innanhúss þar sem birtar eru fréttatengdar upplýsingar og efni er varða innra starf stofnunarinnar og upplýsingar um stöðu einstakra verkefna.

SharePoint vefurinn er einnig notaður fyrir geymslu og miðlun upplýsinga um verkefnis, stjórnunar- og stefnumótunarupplýsingar, gæðahandbækur og jafnvel bókasafn stofnunarinnar.
Einnig eiga starfsmenn þess kost að vera með sína SharePoint síðu þar sem þeir geta sniðið að eigin þörfum.

Hvað er framundan?

Samkeppniseftirlitið hefur keyrt SharePoint 2007 frá haustmánuðum 2008, en síðan þá hafa komið fram nýjir upplýsingabrunnar sem og óskir frá starfsmönnum um frekari samþættingu SharePoint við aðrar lausnir sem stofnunin er að nýta sér. Við erum því núna að leggja lokahönd á uppsetningu SharePoint 2010 þar sem komið er til móts við þessar auknu þarfir og óskir starfsmanna. Þessa innleiðingu höfum við einnig unnið að mestu leiti með dyggri aðstoð Þekkingar. En reynsla þeirra og þekking hefur verið ómetanlega við úrlausn flókinna samþættingarferla, ásamt í öðru.

 

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.