Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19

Viðbúnaðarstig Þekkingar vegna COVID-19 faraldursins er endurskoðað reglulega af öryggisráði fyrirtækisins þar sem tekið er mið af viðbúnaðarstigum almannavarna, sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. Ráðstafanir og fyrirbyggjandi aðgerðir Þekkingar miðast við að tryggja hefðbundin rekstur og þjónustu til viðskiptavina eins vel og kostur er hverju sinni.

Samkvæmt upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001 gerir félagið áætlanir til að tryggja samfelldan rekstur komi til atvika sem geta haft áhrif á rekstur og þjónustu Þekkingar.

Ráðstafanir og fyrirbyggjandi aðgerðir á viðbúnaðarstigum

  • Starfsfólk notast við fjarvinnu og fjarfundarbúnað eins og mögulegt er þegar unnið er með viðskiptavinum.
  • Starfsfólk getur sinnt nær allri þjónustu í fjarvinnu. Vettvangsteymi þarf þó að sinna verkefnum sem geta krafist viðveru hjá viðskiptavinum. Í þeim tilfellum notast starfsfólk við bæði grímur og hanska ásamt því að gæta vel að öllum sóttvörnum.
  • Aukið aðgengi að handspritti til viðbótar við handspritt skammtara sem fyrir eru víða á skrifstofum og í fundarherbergjum fyrirtækisins. Upplýsingum um árangursríkar sóttvarnir er komið til starfsfólks, aukin þrif á starfstöðvum og sameiginlegir snertifletir sótthreinsaðir jafn óðum.
  • Ákveðin skref eru tekin til að lágmarka rekstrar- og þjónustuskerðingu komi til þess að starfsfólk verð frá vinnu. Samgangur hópa innan fyrirtækisins er takmarkaður ásamt ferðalögum starfsfólks.
  • Aðgengi utanaðkomandi gesta á starfstöðvar Þekkingar er takmarkað.
  • Starfsfólk mætir ekki til starfa ef minnsti grunur er um veikindi.