Spáð og spekúlerað í ráðgjöf

Þegar þú og ég gefum einhverjum ráð er það þiggjandanum nær oftast að kostnaðarlausu. Oftast er það að ráðgefandinn veit eitthvað eða hefur reynslu af einhverju sem hinn aðilinn þekkir illa eða ekki. Báðir aðilar vilja vel og afraksturinn af ráðgjöfinni veldur því að þiggjandinn verður yfirleitt ánægður. Auðvitað eru til mörg dæmi um að vond ráð hafi valdið þiggjandanum tjóni. En hvernig er það þegar fyrirtæki, eins og Þekking, gefur öðru fyrirtæki ráðgjöf?

20 ára reynsla af rekstri og þjónstu

Þekking hefur 20 ára reynslu af því að reka og þjónusta UT kerfi, og hefur í áranna rás státað af þjónustu í fremstu röð hvað varðar rekstur tölvukerfa. Þar að auki höfum við haldið á lofti þeirri dyggð að vera óháðir framleiðanda og lausnum. Það er því augljóst framhald að veita óháða ráðgjöf fyrir fyrirtæki á sviði UT lausna. En er hún gefins og ráðgjafarorðið gefur til kynna?  

Virði umfram kostnað

Þegar við undirbúum ráðgjöf til handa fyrirtækjum horfum við gagnrýnum augum á allar hliðar málsins, leggjum mat á verkefnið og notum síðan staðlaðar aðferðir til þess að ráðleggja viðskiptavinum okkar.

Í ströngustu skilgreiningu orðsins er hún ekki gefins þessi ráðgjöf okkar. Hún kann mögulega að kosta vinnu, tíma og peninga. En á sama tíma erum við sannfærð um að virði hennar er langt umfram kostnað. Það er okkar hagur að viðskiptavinir okkar nái árangri því við viljum aðstoða þig að ná árangri, að öðrum kosti værum við ekki að þessu! 

Ef þitt fyrirtæki er í leit að óháðri ráðgjöf eða viljið fá ítarlegri upplýsingar um greiningarnar og úttektirnar okkar ekki hika við að hafa samband við okkur.

Um höfund

Höfundur er Tómas Dan Jónsson, ráðgjafi á Viðskiptaþróunar- og ráðgjafasviði Þekkingar. Tómas er með tíu ára reynslu á upplýsingtæknisviði, fyrst sem tæknistjóri Icelandair hótel Reykjavík Natura, en hefur á síðastliðnum árum verið hluti af sterku teymi hjá Þekkingu sem sérhæfir sig í alhliða rekstri smásöluverslana á borð við Hagkaup, Samkaup, 66° Norður, Útilíf og Zara. Hann er með breiða þekkingu á ýmsum kassakerfum s.s. LS Retail, LS One, AX POS sem og bakendum þeim tengdum (AX 2012, og Navision). Auk þess hefur hann á síðustu tveimur árum unnið hörðum höndum að því að koma upp Gagnalaug, sem er alþjóðlegur miðlægur gagnagrunnur þar sem aðilar í aðfangakeðjunni geta skipst á vörugögnum á staðlaðan máta. Þessi staðall er þróaður og uppfærður af GS1.  

Hann er litríkur, jarðbundinn náungi sem talar 6 tungumál, spilar á gítar og syngur, hefur lifað í þremur mismunandi heimsálfum og elskar að ferðast í sínum frítíma.