RÁÐGJÖF

Ráðgjafar Þekkingar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á öllum sviðum upplýsingatækni. Þekking hefur frá upphafi veitt atvinnulífinu ráðgjöf við stöðumat, innleiðingar, endurbætur sem og önnur verkefni hvort sem er á sviði innkaupa, hugbúnaðargerðar, upplýsingaöryggis, innviða eða skýjalausna.


Við veitum þínu fyrirtæki framúrskarandi óháða ráðgjöf á öllum sviðum upplýsingatækni.

Senda fyrirspurn

SKÝJALAUSNIR

Undanfarin ár hefur aukist að fyrirtæki flytja innviði sína í skýjið. Ráðgjafar Þekkingar veita ráðgjöf við val, innleiðingu og notkun á skýjalausnum.

STÖÐUMAT

Stöðumat á upplýsingaöryggismálum í starfsemi þín fyrirtækis. Viðskiptavinur er upplýstari um stöðu upplýsingaröryggismála eftir að spurningarlisti er keyrður ásamt kerfisskönnun sem leiðir í ljós veikleika í kerfum og útstöðvum. 

KENNSLA OG ÞJÁLFUN

Þekking býður viðskiptavinum uppá kennslu og þjálfun fyrir starfsfólk á þau verkfæri sem notuð eru í fyrirtækinu hverju sinni. Kennsla og þjálfun vegna innleiðinga, notkunar og framfylgni á öryggislausnum frá Þekkingu. Rík áhersla er lögð á öryggisvitund starfsmanna og stjórnenda. 

UPPBYGGING GÆÐAKERFA

Unnið með viðskiptavin í að byggja upp ISO gæðakerfi. Yfirleitt eiga ISO 9001 / ISO 27001 við varðandi UT öryggi þó eiga aðrir staðlar einnig við. Uppbygging á ferlum, verklagsreglum og stýringum skv. ISO 27001 vottun eða framfylgni á staðli fyrir starfsemina.

VERKEFNASTÝRING

Góð verkefnastýring í bland við breytingastjórnun getur skipt sköpum við framgang verkefna og að þau standist áætlanir um tíma, kostnað og gæði.

Sérfræðingar Þekkingar búa yfir mikilli reynslu af verkefnastýringu hvers kyns verkefna á sviði upplýsingatækni og bjóðum við upp á framúrskarandi verkefnastýringu öryggis-, innleiðingar- og umbótaverkefna.

BLOGG


FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR

Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth
By Jóhannes Stefánsson 07 Feb, 2024
Hýsingarumhverfi Þekkingar hefur verið flutt í nýtt gagnaver atNorth.
Þú hefur orðið fyrir tölvuárás
By Steingrímur Fannar Stefánsson 06 Nov, 2023
Þegar stutt er liðið á símtalið finnur þú að hjartslátturinn er á fullu, hitinn í andlitinu að verða óbærilegur og stress-hnútur heltekur líkamann. Þú hefur orðið fyrir tölvuárás! Eina sem þú hugsar um er hvernig nærðu verðmætunum til baka, hvert verður tjónið?
By Steingrímur Fannar Stefánsson 04 Oct, 2023
Ekki leynist það nokkrum að á stafrænum tímum er ekki valkostur að vernda fyrirtæki gegn stanslausu áhlaupi netógna, það er nauðsyn. Smelltu hér til að lesa meira.
Share by: