Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Persónuverndarstefna

Markmið Þekkingar hf. er að vera í fararbroddi hvað varðar meðhöndlun persónuupplýsinga sem fyrirtækið meðhöndlar fyrir samstarfsaðila sína og um starfsfólk sitt. Persónuverndarstefna Þekkingar skýrir nánar hvernig slíkar upplýsingar eru meðhöndlaðar.

Vinnsla persónuupplýsinga

Þekking sinnir vinnslu persónuupplýsinga annars vegar sem ábyrgðaraðili og hins vegar sem vinnsluaðili. Hægt er að senda skriflega fyrirspurn um meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækinu á netfangið oryggi@thekking.is eða senda okkur línu hér.

Þekking safnar upplýsingum um starfsfólk, umsækjendur og samstarfsaðila í samræmi við lög og reglur, samninga eða aðra lögmæta hagsmuni aðila.

Upplýsingar um umsækjendur eru unnar í þeim tilgangi að meta hæfi viðkomandi aðila til umsóknar um starf hjá Þekkingu.

Upplýsingar um starfsfólk eru unnar í samræmi við lögmæta hagsmuni og í öryggissjónarmiði. Slík vinnslu er ávallt eins hófsöm og hægt er.

Vinnsla upplýsinga um samstarfsaðila er framkvæmd í þeim tilgangi að veita aðgang að þeirri þjónustu sem þjónustusamningar segja til um. Einnig vinnur Þekking upplýsingar um samstarfsaðila í markaðslegum tilgangi. Þekking hf. safnar einungis þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita umsamda þjónustu.

Þekking viðheldur lista yfir viðtakendur markaðsefnis frá fyrirtækinu. Viðtakendur geta á hverjum tíma óskað eftir að vera teknir af þeim lista.

Miðlun persónuupplýsinga

Þekking hf. mun á engum tíma nýta þær persónuupplýsingar sem fyrirtækinu er treyst fyrir í öðrum tilgangi en greint hefur verið frá. Fyrirtækið leitast við að geymslutími upplýsinga sé aldrei lengri en nauðsynlegt er til uppfyllingar á þjónustusamningum.

Þekking hf. mun aldrei miðla þeim persónuupplýsingum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með þriðja aðila nema hafa til þess skýrt og upplýst samþykki frá eiganda þeirra upplýsinga. Í þeim tilvikum verður leitast eftir að öryggi upplýsinganna verði aldrei síðra en það er í varðvörslu Þekkingar hf. og að ákvæði um trúnað og geymslutíma séu til staðar.

Öryggi persónuupplýsinga

Öryggi þeirra upplýsinga sem Þekking hf. varðveitir skiptir fyrirtækið mjög miklu máli. Þekking hf. tryggir að nauðsynlegar skipulagslegar og tæknilegar öryggisráðstafanir séu til staðar til verndar þeim upplýsingum. Þekking hf. metur þær áhættur sem snúa að vinnslu persónuupplýsinga innan fyrirtækisins til að stuðla sífellt að stöðugum umbótum á vinnslu og öryggi upplýsinganna.

Varðandi fótspor

Þekking notar notar fótspor (e. cookies) á vefsíðu sinni til að tryggja sem besta upplifun fyrir notendur. Fótspor eru litlir upplýsingapakkar sem netvafrinn geymir. Fótspor innihalda upplýsingar um stillingar notanda á vefnum og tölfræði um notkun á vefnum. Fótspor geta verið nauðsynleg fyrir ýmsa virkni og til að verjast árásum tölvuþrjóta. Nánar má lesa um notkun fótspora hér.

Stefnan

Stefnan gildir fyrir allt fyrirtækið og þá vinnslu sem fyrirtækið sinnir. Stefnan skal endurskoðuð að lágmarki á tveggja ára fresti eða eftir þörfum. Uppfærð persónuverndarstefna skal aðgengileg öllum samstarfsaðilum á ytri vefsíðu og á innra­neti Þekkingar. Öllum fyrirspurnum varðandi þessa stefnu skal senda á oryggi@thekking.is eða með því að senda okkur línu hér.

Síðíast uppfært 2. desember 2020