Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Office 365

Flestir hafa heyrt talað um Office 365 lausnirnar frá Microsoft en veistu um þá möguleika sem uppsetning á Office 365 getur gefið þér og þínum vinnustað? Auk þess að innihalda hinn hefðbundna Microsoft hugbúnaðarpakka, þ.e. Word, Excel og Power Point er að finna hafsjó af lausnum sem henta þínu fyrirtæki. Við það má bæta að gríðarlegur fjöldi hugbúnaðarframleiðenda býður upp á viðbætur við kerfið sé þess þörf.

Sé þörf á enn sértækari lausnum má finna þær frá fjölda hugbúnaðarframleiðenda. Þá er bætt við sértækum hugbúnaði á einfaldan hátt sem leysir afmörkuð verkefni.

Hámarkaðu nýtingu á Office 365

Það er afar mikilvægt að nýir notendur Office 365 fái skýra og greinargóða ráðgjöf og kennslu til að hámarka nýtingu á Office 365. Þekking býður upp á vandaða og einstaklingsbundna kennslu fyrir fyrirtæki sem eru að taka upp Office 365 eða vilja auka við þekkinguna á Office 365.

Þekking býður einnig upp á rekstur á Office 365 sé þess óskað.

Skýjalausn fyrir öll tæki

Þar sem Office 365 er skýjalausn opnast algjörlega nýir möguleikar í samskiptum starfsmanna, skjalastýringu, verkefnastýringu og samskiptum við ytri aðila svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Unnt er að nýta Office 365 jafnt í borðtölvum, fartölvum, spjaldtölvum og símum á sama tíma og unnt er að stjórna aðgengi eftir þörfum hvers og eins vinnustaðar.

Hámarkaðu afköst á hagkvæman hátt með þeim fjölmörgum möguleikum sem Office 365 býður upp á.

Þekking hefur margra ára reynslu í uppsetningu og þjálfun á Office 365 hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum um allt land.

Viltu fá að vita meira um Office 365 frá sérfræðingum Þekkingar? Við viljum endilega heyra frá þér svo hafðu samband í síma 4603100 eða sendu okkur tölvupóst á sala@thekking.is