Microsoft Sérfræðingur

Þekking leitar að reynslumiklum einstaklingi í fullt starf Microsoft sérfræðings á rekstrarsviði í Kópavogi. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir yfirgripsmikilli sérþekkingu á Microsoft umhverfinu og á auðvelt með að yfirfæra hana á margvísleg verkefni. Starfið krefst frumleika og nýsköpunar við að ákvarða hvernig á að vinna verkefni en viðkomandi þarf einnig að eiga auðvelt með að stíga inn í ný verkefni þar sem sérþekkingin nýtist vel.

Starfssvið:

 • Þátttaka í verkefnum þar sem Microsoft sérþekking nýtist í ráðgjöf og/eða úrlausnum á málum
 • Uppsetning, hönnun og umsjón með kerfum
 • Nýta viðurkenndar vinnuaðferðir við vinnu með sjálfvirkni að leiðarljósi
 • Sýna frumkvæði í því að endurbæta lausnir og ferla til að gera enn betur við viðskiptavini
 • Veita góða þjónustu sem endurspeglast í ánægðum viðskiptavinum

Hæfniskröfur:

 • Minnst 5 ára reynsla af sambærilegu starfi
 • Framúrskarandi þekking á Microsoft umhverfinu
 • Alþjóðlegar vottanir í upplýsingatækni 
 • MCSA, MCSE eða sambærileg þekking æskileg
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð og úrræðasemi

Frekari upplýsingar:

Einar Hólm, sviðsstjóri rekstrarsviðs, s. 460 3132
Ásta Bærings, mannauðsstjóri, s. 460 3166 eða atvinna@thekking.is