Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Lyf og heilsa flytur hýsingu og rekstrarþjónustu aftur heim

Lyf og heilsa flytur hýsingu og rekstrarþjónustu aftur heim

Lyf & heilsa er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi á fjórum stöðum um landið, á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Sérsvið fyrirtækisins er heilsa og heilbrigði og býður upp á lyf og aðrar heilsutengdar vörur með það markmið að auka lífsgæði viðskiptavina sinna. Lögð er áhersla á þessa kjarnastarfsemi fyrirtækisins og fundin hagkvæmari og hentugri lausn fyrir umsjón tölvukerfisins.

Þekking og Lyf & heilsa hafa gert með sér samstarfssamning sem snýr að hýsingu og rekstrarþjónustu á tölvukerfi Lyf & heilsu. Um er að ræða afgreiðslukerfin og útstöðvar í öllum útibúum, umsjón og rekstur netþjóna og umsjón netkerfa félagsins. Hér er því um að ræða umfangsmikinn og flókinn rekstur sem krefst öryggis og áreiðanleika.

„Hjá okkur skiptir fagmennska og lipur þjónusta miklu máli og því má segja að það sé góður samhljómur milli aðila þar sem það endurspeglast í gildum Þekkingar“ segir Kjartan Örn Þórðarsson, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu“.

Kjartan Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu

Lyf & heilsa hefur áður verið í samskonar þjónustu hjá Þekkingu og því má segja sem svo að þau séu að snúa heim í lipra og áreiðanlega þjónustu Þekkingar þar sem fagmennska og frumkvæði er haft að leiðarljósi.

„Það að stór aðili eins og Lyf & heilsa kjósi að koma aftur til Þekkingar sannfærir okkur um það að við séum á réttri leið með okkar þjónustu og erum við afar stolt af því trausti sem okkur er sýnt af hálfu Lyf & heilsu“ segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar

Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar

Í Lyfjum & heilsu er veitt persónuleg, örugg og fagleg þjónusta þar sem vöruframboð er í samræmi við það og stenst ströngustu kröfur viðskipavina sinna.