Vírusvarnir

Vírusvörn Þekkingar er hluti af nauðsynlegum lausnum á sviði öryggismála til að tryggja vernd upplýsinga og tækja. Með aukinni fjölbreytni í óværum og auknum hraða í nýjum ógnum er nauðsynlegt að hafa uppfærðar varnir á öllum tækjum sem byggja á bestu mögulegu aðferðum við að finna og koma í veg fyrir skaða af völdum óværa. Vírusvörn Þekkingar byggir á miðlægri stýringu og regluverki til að einfalda rekstur og uppsetningu. Ekki er þörf á sérstökum miðlægum þjóni fyrir hverjar uppsetningu sem gerir lausnina mjög hagkvæma fyrir smærri aðila. Auðvelt er að bæta við eða fækka útstöðvum þar sem aðeins er rukkað mánaðarlegt afnotagjald en ekki fast gjald til lengri tíma sem eykur sveigjanleika. Þekking er í samstarfi við leiðandi fyrirtæki á sviði vírusvarna ásamt því að sérfræðingar Þekkingar aðlaga lausnir að umhverfum viðskiptavina.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.