Kassakerfi

Sérfræðingar okkar hafa svo árum skiptir þjónustað íslenskan smásölumarkað við rekstur og ráðgjöf varðandi val og rekstur kassa- og tölvukerfa.  

Þekking hefur í fjölmörg ár sérhæft sig í umsjón og rekstri kassakerfa. Sérfræðingar okkar veita óháða ráðgjöf um val á kerfi eftir ítarlega úttekt og greiningu á þörfum þíns fyrirtækis. Þar sem Þekking er algjörlega óháð framleiðendum erum við rétti aðilinn til að koma að vali og vinnu við kassakerfi þar sem reynslumikið teymi Þekkingar  teiknar upp réttu lausnina fyrir þig. Breiður hópur starfsmanna býr yfir breiðri þekkingu á alls kyns kassakerfum frá mörgum framleiðendum og er stöðugt að kynna sér nýjungar á sviði upplýsingatækni og kassakerfum fyrir smásölum. Þegar kemur að kassakerfum er þekking með puttana á púlsinum.  

Öflugt teymi  Þekkingar sér um að samskipti milli ólíkra kerfa gangi hnökralaust fyrir sig. Sé þörf á hugbúnaðarvinnu getur Þekking ráðlagt þér því ekki aðeins eigum við frábært samstarf við söluaðila kassakerfa heldur eigum við einnig náið samstarf við bestu hugbúnaðarþróunaraðila landsins. 

  • Ráðgjöf 
  • Rekstur
  • Eftirlit 
  • Verkefnastýring 

Þekking þjónustar fyrirtæki sem eru opin allann sólahringinn, fyrirtæki sem hafa stóra kúfa viðskiptavina á ákveðnum tímapunktum, allar stærðir og gerðið smásölufyrirtækja. Við tökum þá staðreynd grafalvarlega að það má ekkert fara úrskeiðis til að bæði fjármunir og viðskiptavinavild hverfi.  Þekking er undirstaðan.  

Öruggt og lipurt kassakerfi er lykilatriði í smásölu. Taktu enga áhættu, láttu sérfræðinga með áratuga reynslu sjá um kassakerfið þitt.