Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Gunnar til liðs við Þekkingu

Gunnar Ólafsson hefur tekið við stöðu sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs hjá Þekkingu og tekur hann sæti í framkvæmdastjórn. Helsta verkefni hans er að leiða sölu- og markaðsmál sem og viðskiptastýringu inn í nýja tíma og að metnaðarfullum markmiðum fyrirtækisins.

Gunnar mun koma með ferska sýn í verkefnin sem liggja á sviðinu, innleiða nýja aðferðafræði og ferla, greina ný tækifæri á markaði, skilgreina aðgerðir og framkvæma. Gunnar hefur mikla reynslu úr Fjártækni og kemur með nýstárlegar, stafrænar og spennandi hugmyndir sem hann mun innleiða inn í fyrirtækið næstu misseri.

Lengst af sínum starfsferli hefur Gunnar starfað við sölu og stjórnun söluteyma sem og uppbyggingu þeirra. Gunnar var meðstofnandi Netgíró þar sem hann stýrði sölu og viðskiptaþróun um árabil en kemur til Þekkingar frá Perlunni þar sem hann var sölu- og markaðsstjóri. Áður hafði Gunnar starfað sem sölustjóri alþjóðadeildar Valitor og sölu- og markaðsstjóri Aha.is.

Gunnar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með MBA gráðu frá Copenhagen Business School auk IPMA-D vottunar í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands, viðurkenndur stjórnarmaður og MiniMBA í markaðsfræði og vörumerkjastjórnun frá Akademias.

“Það sem heillaði mig við Þekkingu var skýr framtíðarsýn og hlutverk fyrirtækisins sem leiðandi þjónustuaðili á íslenskum UT markaði. Þegar ég kynntist svo starfsfólkinu sá ég hversu skemmtilegt verkefni það verður að leiða hópinn til árangurs með leikgleði og ofurþjónustu að leiðarljósi.” segir Gunnar.

Það er mikill fengur fyrir Þekkingu og viðskiptavini okkar að fá Gunnar í liðið. Víðtæk reynsla hans og þekking kemur til með að styrkja okkar frábæra hóp enn frekar og gerir okkur vel í stakk búin til þess að takast á við krefjandi og spennandi tíma framundan. Við bjóðum hann velkominn til starfa og hlökkum mikið til samstarfsins.” segir Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Þekkingar.

Velkominn í hópinn Gunnar!