Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Gleðilega öruggari netverslun

Öruggari netverslun

Black Friday tilboðin, Cyber Monday afslættir og allar útsölurnar eru handan við hornið. Tilkynningar um frábærar vörur á lækkuðu verði munu fylla pósthólfin okkar, samfélagsmiðlana og uppáhalds vefsíðurnar okkar næstu vikurnar. Og það er frábært, því við getum fengið eitthvað sem við virkilega þurfum eða viljum á frábæru verði.

Netverslun í miklum vexti og við þurfum að vera vakandi

Sífellt fleiri í kringum okkur eru farnir að versla á netinu og það góða er að við getum fengið frábær tilboð líka! Tölvuþrjótar munu hins vegar líka reyna að fá þig til þess að fara á falsaðar vefsíður með því að bjóða upp á frábær tilboð. Fallir þú fyrir því gætir þú orðið fyrir vonbrigðum með vöruna sem þú færð senda með póstinum eða færð hreinlega ekki senda með póstinum. Tölvuþrjóturinn er þá mögulega kominn með greiðsluupplýsingarnar þínar, netfangið þitt, mögulega heimilisfangið og getur það valdið töluverðum óþægindum.

Gott er að vera meðvitaður um gátlistann fyrir öruggari netverslun sem á alltaf við, sérstaklega núna þegar pósthólfin okkar og samfélagsmiðlar eru líklega að fyllast af ótrúlegum tilboðum. Kynntu þér gátlistann vel og hvetjum við þig til að afrita hann og deila áfram.

Gátlisti fyrir öruggari netverslun

Ekki smella á hlekki í tölvupóstum
Öruggara er að fara inn á heimasíðu með því að slá inn veffang í vafrann þinn.

Ekki versla yfir opna Wi-Fi tengingu
Það getur verið auðvelt fyrir tölvuþrjóta að fylgjast með hvað þú ert að gera á opnu þráðlausu neti.

Verslaðu við áreiðanlegar verslanir
Það er gott að skoða meðmæli og dóma viðskiptavina netverslunarinnar.

Gerðu rannsóknir á netversluninni
Margar tilkynningar um svik eru góð vísbending um að peningunum þínum sé betur varið annars staðar.

Notaðu sterk og örugg lykilorð
Öruggara er að vista ekki greiðsluupplýsingar á reikningnum þínum.

Notaðu öruggari greiðslumöguleika
Með því að nota PayPal, Google Pay eða ApplePay gefur þú kreditkortaupplýsingar þínar ekki beint.

Ekki gefa of mikið af upplýsingum
Ef vefsíða biður um mjög persónulegar upplýsingar eru líkur á því að hún sé ekki lögmæt.

Kannaðu öryggi vefsíðunnar
Gakktu úr skugga um að vefslóðin byrji á HTTPS og hafi lítið merki af lás fyrir framan sig.

Skoðaðu kortayfirlitið þitt reglulega
Fölsuð viðskipti, jafnvel þó upphæðin sé smá, ætti alltaf að tilkynna.

Verndaðu þitt fyrirtæki, starfsfólk og viðskiptavini

Þjálfaðu þitt starfsfólk og byggðu upp sterka öryggismenningu. Öryggisvitund Þekkingar er skýjalausn sem inniheldur samansafn stuttra og hnitmiðaðra örmyndbanda. Skemmtilegt gæða efni hjálpar þínu starfsfólki að öðlast færni til að meta netógnir og verjast þeim.

Smelltu á hnappinn hér að neðan og sjáðu hvernig Öryggisvitund Þekkingar getur hjálpað þínu fyrirtæki.