Frábær skemmtun í bongóblíðu á golfmóti Þekkingar

Veðrið lék við viðskiptavini og samstarfsaðila Þekkingar í bongóblíðu á golfmóti Þekkingar, Þekkingarmótinu, sem fram fór á GKG vellinum þann 13. júní sl. Keppt var með Texas Scramble fyrirkomulagi og varð úr frábær skemmtun.

Mæting var kl. 11:30 og hófst með hádegisverði. Mótsstjóri var enginn annar en golfkempan Þorsteinn Hallgrímsson sem er golfurum að góðu kunnur. Keppnin var jöfn og spennandi en vinningsliðið var skipað þeim Heimi Halldórssyni, Sibba Sveinssyni, Birgi Kjartanssyni og Heimi Fannari Gunnlaugssyni.

Nándarverðlaun á 2. holu fékk Sigríður Björnsdóttir. Fyrir 4. holu fékk Sigurður Sigurðsson verðlaunin og Nína Björk Geirsdóttir fyrir 7. holu. Nína Björk fékk einnig nándarverðlaun á 9, 13 og 17. holu. Það tók því varla fyrir Nínu Björk að setjast á milli verðlaunaafhendinga!

Þekking vill þakka öllum þáttakendur frábært mót og við hlökkum til mótsins að ári. Gleðilegt (golf) sumar!