Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Gildin okkar

Við erum stolt af gildunum okkar  

Þekking stendur fyrir frumkvæði, lipurð, áreiðanleika og fagmennsku. Gildi, sem við erum stolt yfir að standa við.  Mikill fjöldi kröfuharðra viðskiptavina getur vottað um fagmennsku, áreiðanleika og fyrsta flokks þjónustu Þekkingar. Starfsmenn Þekkingar leggja sig fram um að kynnar sér náið þarfir viðskiptavina með það að leiðarljósi að klæðskera lausnir fyrir hvern og einn.  Við trúm því að persónuleg þjónusta spili þar lykilhlutverk.  

Engir tveir viðskiptavinir eru eins og við leggjum okkur fram við að kynnast þínu fyrirtæki til að tryggja bestu fáanlegu lausnina sem hentar þér. Við klæðskeralausum lausnir að þínum þörfum hvort sem um er að ræða einstakar lausnir eða heildarþjónustu.  

Fagmennska – Við leggjum ríka áherslu á að búa yfir besta mögulega mannauð. Starfsfólkið okkar hefur gríðarlega reynslu, metnað og vilja til að aðstoða þig við að ná lengra og meiri árangri. 

Áreiðanleiki – Þú getur alltaf treyst á Þekkingu. Við erum til staðar fyrir þig, hvort sem þig vantar ráðgjöf, vörur eða þjónustu. 

Frumkvæði – Við leggjum metnað okkar í að byggja upp langtíma viðskiptasambönd þar sem þekking okkar á rekstri þínum gefur okkur tækifæri til að hjálpa þér við að móta rekstur þinn til framtíðar. 

Lipurð – Við erum einstaklega sveigjanleg og mætum þörfum þínum með lipurri og snöggri þjónustu enda er okkar fókus ávallt á þínum hagsmunum.