Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19

Við hjá Þekkingu höfum nú gripið til fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19 veirunnar. Hjá okkur geta allir hópar unnið að mest-öllu leyti heiman frá sér að frátöldum vettvangshópnum sem getur ekki einungis sinnt beiðnum með yfirtöku eða leiðbeiningum í gegnum síma – þ.e. þarf oft að sinna verkefnum sem kerfjast viðveru hjá viðskiptavini.

Til þess að tryggja þjónustustig þá hefur verið ákveðið að nokkrir einstaklingar í vettvangshópi vinni núna að heiman (og úti á vettvangi) þar til hættustig hefur verið afboðað. Með því að halda nokkrum einstaklingum frá starfsstöðvum Þekkingar höfum við tryggt okkur að ákveðnu leyti ef svo óheppilega vildi til að starfsstöð fari í sóttkví.

Þetta er meðal annars liður í uppfærslum á viðbragðsáætlunum sem við höfum unnið að sem er hluti af þeirri ströngu ISO-27001 vottun sem fyrirtækið er með.

Fáðu ráðgjöf frá okkur, hvernig má nota upplýsingatæknina til fjarvinnu

Við veitum fyrirtækjum og stofnunum heildar ráðgjöf á sviði upplýsingaöryggis og útfærslum á fjarvinnu í atvinnulífinu.