Sveitarfélagið Hornafjörður kemur í hýsingu- og rekstrarþjónustu til Þekkingar

Þekking reyndist vera með besta tilboðið í útboði um hýsingar- og rekstrarþjónustu fyrir sveitarfélagið Hornafjörð og hafa nú tekið við rekstrinum. Það felur í sér að Þekking starfar sem tölvudeild fyrir alla skóla, skrifstofur og aðra þjónustu á vegum Hornafjarðar og mun ásamt því að hýsa og reka tölvukerfið sjá um aðstoð við notendur.

Þekking sér mikil tækifæri í þessu samstarfi og trúir því að sveitarfélagið Hornafjörður eigi eftir að vaxa og dafna vel í umhverfi Þekkingar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóra Þekkingar, og Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, eftir undirskrift samningsins, sem er til 3ja ára.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.