Sumargleði Þekkingar

Starfsfólk og viðskiptavinir Þekkingar létu sólarleysi ekki stoppa sig í að fagna sumrinu þegar Sumargleði Þekkingar var haldin í Ægisgarði, fimmtudaginn 31. maí. Grillvagninn mætti á svæðið og grillaði borgara sem var svo skolað niður með dýrindis öli. Stemningin var góð eins og sjá má á myndunum og þökkum við gestum okkar kærlega fyrir komuna. Við erum strax farin að hlakka til næstu Sumargleði.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.