Marteinn Sigurðsson VMware vExpert

Marteinn Sigurðsson, sérfræðingur hjá Þekkingu, hlaut nýverið nafnbótina VMware vExpert, fjórða árið í röð. Sú nafnbót er gefin þeim sem eru sérlegir „sendiherrar“ vöru og þjónustu á vegum VMware.

VMware er fyrirtæki sem býr til hugbúnaðarlausnir sem meðal annars eru til þess gerðar að reka innviði tölvukerfa byggða á sýndarumhverfum. Fyrirtækið býður upp á margþættar lausnir og Þekking notar meðal annars frá þeim hugbúnaðinn vSphere til að stýra sýndarumhverfi Þekkingar.

Marteinn hefur verið ræðumaður á alþjóðlegum og innlendum ráðstefnum eins og VMworld Barcelona, VMUG á Íslandi, UTmessunni og Nordic VMware User Conference, þar sem hann segir frá hvernig tækni frá VMware nýtist vel og hvernig fólk getur notað tæknina til að reka sín vinnuumhverfi.

Marteinn er einnig VMUG Leader (VMUG stendur fyrir VMware User Group) sem eru litlar ráðstefnur sem hann heldur reglulega á Íslandi þar sem hann fær erlenda fyrirlesara til landsins til að halda kynningar á ýmsum vörum tengdum VMware og innviðarekstri. Hann tekur einnig þátt í umræðum um VMware tengd málefni á Twitter með notendanafnið @vMarteinn og heldur úti bloggsíðunni http://vblog.is/

 

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.