Gerum flókinn hlut einfaldan

Hjá Þekkingu erum við dugleg að afla okkur upplýsinga um nýjungar og aðrar lausnir sem geta bætt umhverfi viðskiptavina. Gjarnan heyrum við viðskiptavini segja setningar eins og „svona hefur þetta alltaf verið“ eða „svona var mér kennt þetta“. Þó að hlutirnir hafi verið gerðir á ákveðinn hátt þá þýðir það ekki að við getum ekki fundið lausn saman sem er einfaldari og gæti jafnvel sparað dýrmætan tíma.

Sem dæmi um lausnir sem við höfum kynnt okkur undanfarið er bókun fundarherbergja sem auðvelda töluvert umsýsluna sem það hefur í för með sér eins og að bóka herbergið, athuga hvort allir séu lausir á fundinn osfrv.

Önnur lausn sem við höfum kynnt okkur vel eru spjaldtölvulausnir þar sem við erum t.d. að horfa í að gera viðskiptavinum kleift að nota spjaldtölvu sem vinnustöð sem auðveldar t.d. vörutalningar og fleira.

Vettvangsdeild Þekkingar er fólkið sem auðvelt er að ráðfæra sig við. Þau eru okkar andlit og svara glöð öllum spurningum sem brenna á okkar viðskiptavinum. Endilega hafið samband í síma 460 3100 eða sendu póst á sala@thekking.is og fáið ráðgjöf varðandi lausnir sem gætu einfaldað þitt umhverfi og mögulega sparað tíma. Saman finnum við lausnina til að gera flókinn hlut einfaldan.

Okkar Þekking er þín Þekking.

Árni Rúnar Karlsson

Sölu- og markaðssvið

Viðskiptastjóri

862 3431

460 3173

arnirunar(hjá)thekking.is

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.