Fréttir

Þjónustustig Þekkingar hækkar enn frekar

Undanfarna mánuði höfum við hjá Þekkingu unnið að innleiðingu nýs beiðna- og þjónustukerfis. Við þá aðgerð verður nokkrum eldri kerfum lagt og nokkur af okkar helstu rekstrarkerfum tengd saman til að gefa starfsfólki okkar betri yfirsýn yfir stöðu verkefna. Á komandi vikum munum við færa okkur yfir í þetta nýja kerfi og munu viðskiptavinir fyrst […]

Hvernig hjálpa öryggislausnir í vörnum gegn svindltilraunum og óværu?

Nýlega kom upp hjá viðskiptavini Þekkingar að óprúttinn aðili komst yfir lykilorð notanda. Þessi notandi fékk tölvupóst sem virtist vera frá Microsoft þar sem notandi er beðinn um að slá inn lykilorð sitt undir þeim formerkjum að komið hafi verið í veg fyrir innbrot í tölvupóstinn. Notandinn slær inn lykilorðið sitt og annar er kominn […]

Sumargleði Þekkingar

Starfsfólk og viðskiptavinir Þekkingar létu sólarleysi ekki stoppa sig í að fagna sumrinu þegar Sumargleði Þekkingar var haldin í Ægisgarði, fimmtudaginn 31. maí. Grillvagninn mætti á svæðið og grillaði borgara sem var svo skolað niður með dýrindis öli. Stemningin var góð eins og sjá má á myndunum og þökkum við gestum okkar kærlega fyrir komuna. […]

Þekking hlýtur Gullvottun frá Microsoft

Þekking hlaut á dögunum gullvottun Microsoft. Gullvottunin er veitt fyrir framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu á lausnum Microsoft og er hæsta einkunn sem Microsoft gefur samstarfsaðilum sínum á tilteknum sérfræðisviðum. „Þetta er ánægjulegt og undirstrikar áherslur Þekkingar í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu þegar kemur að upplýsingatækni. Við metum samstarfið við Microsoft mikils og höfum unnið […]

Þekking – Tölvudeildin þín – Grein í Fréttablaðinu

Í blaðinu Fyrirtækjaþjónusta, fylgiriti Fréttablaðsins, má lesa viðtal við Jóhann Árna Helgason, sviðsstjóra þjónustusviðs Þekkingar. Þar segir hann meðal annars frá því hvaða kostir fylgi því að Þekking taki að sér að vera tölvudeild fyrirtækja og hvað felst í þeirri þjónustu. Viðtalið má lesa hér

Marteinn Sigurðsson VMware vExpert

Marteinn Sigurðsson, sérfræðingur hjá Þekkingu, hlaut nýverið nafnbótina VMware vExpert, fjórða árið í röð. Sú nafnbót er gefin þeim sem eru sérlegir „sendiherrar“ vöru og þjónustu á vegum VMware. VMware er fyrirtæki sem býr til hugbúnaðarlausnir sem meðal annars eru til þess gerðar að reka innviði tölvukerfa byggða á sýndarumhverfum. Fyrirtækið býður upp á margþættar […]

Meðvituð stefna að fjölga konum hjá Þekkingu

Það er unnið markvisst að því að fjölga konum í liði Þekkingarstarfsfólks. Við vitum að fjölbreytni og ólík vinnubrögð skila okkur meiri árangri og við viljum hvetja konur til að koma inn í tæknigeirann. Markaðsstýra Þekkingar, Sonja Ýr Eggertsdóttir, fjallar um mikilvægi þess að fjölga konum í tæknigeiranum og hvetur þær eindregið til að láta […]

Viðtal við Guðmund Arnar Þórðarson, sviðsstjóra rekstrarsviðs, í Fréttablaðinu

Guðmundur Arnar Þórðarson, sviðsstjóri rekstrarsviðs Þekkingar, verður með fyrirlestur á UTmessunni um stefnumiðaða útvistun. Þar fjallar hann um hvað felst í stefnumiðaðri útvistun, helstu hvata, hindranir, kosti og galla við útvistun ásamt að ræða þau skref sem þarf að taka til að útvistun teljist stefnumiðuð. Viðtalið má lesa hér

Viðtal við Stefán Jóhannesson í 300 stærstu

Í bókinni 300 stærstu, sem gefin er út af Frjálsri verslun og kom út í desember, má lesa viðtal við Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóra Þekkingar. Þar fjallar hann meðal annars um þær breytingar sem fyrirtækið hefur tekið á þeim 18 árum sem það hefur starfað, sem og þá miklu stefnumótun sem átt hefur sér stað undanfarin […]

Þekking fær Empowering Employees verðlaun Microsoft

Föstudaginn 10. nóvember fékk Þekking afhend Empowering Employees samstarfsverðlaun Microsoft á Íslandi. Verðlaun þessi eru mikilvæg viðurkenning á því góða starfi sem samstarf Þekkingar og Microsoft hefur leitt af sér og um leið hvatning fyrir Þekkingu að gera enn betur á þessu sviði. Þekking og Microsoft hófu samstarf í kringum menntamál á haustmánuðum 2016 og […]

Sveitarfélagið Hornafjörður kemur í hýsingu- og rekstrarþjónustu til Þekkingar

Þekking reyndist vera með besta tilboðið í útboði um hýsingar- og rekstrarþjónustu fyrir sveitarfélagið Hornafjörð og hafa nú tekið við rekstrinum. Það felur í sér að Þekking starfar sem tölvudeild fyrir alla skóla, skrifstofur og aðra þjónustu á vegum Hornafjarðar og mun ásamt því að hýsa og reka tölvukerfið sjá um aðstoð við notendur. Þekking […]

Þekking auglýsir eftir viðskiptastjóra

Sölu- og markaðssvið óskar eftir viðskiptastjóra. Áhugasömum er bent á að sækja um með því að senda póst á atvinna@thekking.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Másson, sviðsstjóri Sölu- og markaðssviðs, í síma 460 3100 eða johannm@thekking.is

Creators Update – Stór uppfærsla frá Microsoft

Þann 11. apríl næstkomandi mun hugbúnaðarrisinn Microsoft gefa út stóra uppfærslu á Windows 10 stýrikerfið sitt. Þessi uppfærsla hefur fengið nafnið „Creators Update“. Í uppfærslunni verður lögð áhersla á ýmsar nýjungar og viðbætur sem tengjast aðallega skapandi hugsun. Þrívídd (3D) og blandaður raunveruleiki (Mixed reality). Í uppfærslunni leggur Microsoft mikla áherslu á að gera notendum […]

Petya óværan

Enn eru að berast fréttir af óværum sem herja á tölvunotendur um allan heim. Núna gengur ný óværa, sem kölluð hefur verið Petya, yfir heiminn en er í raun að mestu endurvinnsla á gömlum þáttum. Verið er að nota veikleika sem voru meðal annars notaðir í WannaCry óværunni sem var mikið í fréttum fyrir nokkrum […]

Gerum flókinn hlut einfaldan

Hjá Þekkingu erum við dugleg að afla okkur upplýsinga um nýjungar og aðrar lausnir sem geta bætt umhverfi viðskiptavina. Gjarnan heyrum við viðskiptavini segja setningar eins og „svona hefur þetta alltaf verið“ eða „svona var mér kennt þetta“. Þó að hlutirnir hafi verið gerðir á ákveðinn hátt þá þýðir það ekki að við getum ekki […]