Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Fólkið á bak við tjöldin – Rauði krossinn

Fólkið á bakvið tjöldin - Rauði krossinn

Fjöldi fólks vinnur undir miklu álagi þessa dagana við að aðstoða okkur hin við að fá upplýsingar, sinna okkur sem veikjumst, sjá til þess að við höfum aðgang að nauðsynjum og svara spurningum sem við kunnum að hafa. Upplýsingatækni er þar mikilvægur hlekkur.

500-800 samtöl á hverjum degi

Við hjá Þekkingu þjónustum marga af þessum mikilvægu hlekkjum í samfélaginu og er Rauði krossinn á Íslandi meðal þeirra. Starfsfólk og sjálfboðaliðar þeirra, sinna því mikilvæga starfi að manna hjálparsímann og svara símtölum í 1717 ásamt því að taka á móti samtölum í gegnum netspjall. Þessi þjónusta er í boði allan sólarhringinn þar sem fólki er leiðbeint með hvað skuli gera auk þess að veita sálrænan stuðning. Álagið er gríðarlegt og fer síst minnkandi því á hverjum degi berast Rauða krossinum 500-800 samtöl sem 8-12 starfsmenn og sjálfboðliðar bera ábyrgð á að sinna.

Þarna eru hetjur að störfum á bak við tjöldin og það hefur meðal annars verið eitt af verkefnum starfsfólks Þekkingar að útvega þeim tölvur, setja þær upp, gera kláran þann búnað sem nauðsynlegur er og vera til taks ef upp koma tæknilegir hnökrar. Við styðjum þannig við þá mikilvægu vinnu sem fram fer hjá Rauða krossinum. Þekking er óneitanlega stolt af starfsfólki sínu og þeim mikilvægu verkefnum sem þau sinna daglega, tryggja að allt virki og gangi upp hjá viðskiptavinum okkar.

Hvunndagshetjur Rauða krossins starfa undir gríðarlegu álagi þessa dagana án þess að við hin vitum mikið af þeim, við sjáum bara myndir af þeim sem eru í framlínunni og birtast á skjánum daglega en bak við þau eru fjöldi fólks að vinna sleitulaust að því að hjálpa okkur hinum. Við hjá Þekkingu erum stolt af því að leggja örlítið á vogarskálarnar með nauðsynlegri tölvuþjónustu fyrir þessi mikilvægu störf.

Við tökum ofan fyrir öllu þessu fólki og minnum á að saman komumst við í gegnum þetta.