Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Rekstrarþjónusta

Rekstrarþjónusta Þekkingar nær yfir allan daglegan rekstur upplýsingatækni. Við tryggjum áreiðanleika svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að sinni lykilstarfsemi. Hafðu samband og sjáðu hvernig rekstrarþjónusta getur hjálpað þínu fyrirtæki að ná árangri. Helstu flokkar rekstrarþjónustu eru:

  • Rekstur netþjóna
  • Rekstur útstöðva
  • Rekstur netkerfa
  • Rekstur afgreiðslukerfa

Notendaþjónusta

Við erum meðvituð um mikilvægi þess að starfsfólk geti haldið vinnu sinni áfram fljótt, örugglega og verkefni stoppi ekki ef upp koma tæknileg vandamál. Viðskiptavinir hafa öruggt aðgengi að sérfræðingum Þekkingar á þjónustuborði fyrir sitt starfsfólk. Notendaþjónusta Þekkingar eykur öryggi og ánægju starfsfólks viðskiptavina okkar og stuðlar að auknum afköstum.

Hýsing

Við skiljum virði gagna þinna og höfum verið leiðandi á sviði hýsingar frá upphafi. Sérfræðingar hanna umhverfi sem er hagkvæmt, öruggt og þjónar þörfum þíns fyrirtækis best. Þekking rekur ISO 27001 vottuð gagnaver og hýsingarumhverfi sem getur tekið við verkefnum sem krefjast mikilla afkasta.