Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Microsoft 365

Microsoft 365 er skýjalausn sem opnar nýja möguleika við dagleg störf, samskipti, skjalastýringu, verkefnastýringu og samskipti við ytri aðila svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess að innihalda hinn hefðbundna Microsoft hugbúnaðarpakka, Word, Excel og Power Point er að finna fjölda lausna sem henta þínu fyrirtæki.

Starfsfólk getur notað Microsoft 365 jafnt í borðtölvum, fartölvum, snjalltækjum á sama tíma og hægt er að stjórna aðgengi eftir þörfum hvers og eins fyrirtækis. Hámarkaðu afköst starfsfólks þíns fyrirtækis á hagkvæman hátt með þeim fjölmörgu möguleikum sem Microsoft 365 hefur upp á að bjóða.

Fjarvinna í gegnum upplýsingatækni

Microsoft Teams

Microsoft Teams er eitt öflugasta verkfærið sem völ er á í Microsoft 365 svítunni. Teams auðveldar starfsfólki að sinna sínum verkefnum, bætir samvinnu starfsfólks og er hentug lausn þegar kemur að fjarvinnu og fjarfundum, bæði með samstarfsfélögum og viðskiptavinum.

Með Teams símkerfi sameinar þitt fyrirtæki mörg tól í eina lausn og einfaldar á sama tíma vinnuumhverfi starfsfólks.

Kynntu þér nánar hvernig Teams getur hjálpað þínu fyrirtæki.

Rafrænar undirritanir

Í samstarfi við Taktikal býður Þekking viðskiptavinum sínum upp á framúrskarandi lausn sem uppfyllir ítrustu kröfur sem gerðar eru til rafrænna undirritana. Lausnin skilar hraðari afgreiðslu samninga, minni rekstraráhættu og betri upplifun samningsaðila.

Prófaðu frítt og sjáðu hvernig rafrænar undirritanir geta nýst þínu fyrirtæki.