Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Fjarvinna með upplýsingatækni

Fjarvinna í gegnum upplýsingatækni

Nú er ljóst að upp getur komið sú staða að vinnustaðir lendi í sóttkví eða verði lokað til að hefta útbreiðslu COVID-19 vírussins. Neyðarstig almannavarna er þegar í gangi þar sem sýkingar vegna veirunnar eru farnar að breiðast út innanlands. Fjarvinna með upplýsingatækni getur nýst mjög vel en til þess þurfa fyrirtæki að vera undir það búin.

Öll viljum við gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir kórónasmit, bæði vegna okkar sjálfra sem og að atvinnulífið verði fyrir sem minnstri röskun vegna veikinda eða sóttkvíar. Ein leið til þess er að lágmarka eftir fremsta megni bein samskipti eins og fjölmenna fundi, viðburði og aðrar samkomur en nota þess í stað upplýsingatæknina til fjarvinnu og samskipta.

Fjarvinna með upplýsingatækni eins og Microsoft Teams og Microsoft Office 365

Þar sem ekki er þörf á viðveru vegna vinnu má nýta upplýsingatæknina til fjarvinnu, hvort sem það er í gegnum tölvu eða snjalltæki. Við hjá Þekkingu höfum meðal annars tekið slík skref með fyrirbyggjandi aðgerðum vegna COVID-19 og höldum þannig uppi fullu þjónustustigi við okkar viðskiptavini komi til veikinda eða að starfsfólk þarf að fara í sóttkví.

Þetta náum við að gera meðal annars í gegnum Microsoft Teams sem er hluti af Microsoft Office 365 ásamt því að notast við fjarvinnubúnað þar sem þörf er á að aðstoða starfsfólk fyrirtækja í gegnum yfirtöku á tölvum eða öðrum búnaði.

Getur starfsfólkið hjá þér unnið í fjarvinnu?

Það er því ekkert því til fyrirstöðu að starfsfólk í sóttkví sem er fullfrískt eða ef starfsfólk vill einfaldlega gera varúðarráðstafanir geti sinnt starfi sínu að heiman. Tæknin til að gera það er fyrir hendi ef fyrirtæki hafa gengið þannig frá umhverfi sínu að það sé hægt.

Það sem þarf að hafa í huga:

  • Getur starfsfólkið tengst þeim kerfum sem þarf?
  • Hvernig á starfsfólkið að tala við samstarfsaðila og viðskiptavini?
  • Kemst starfsfólkið í skjölin sem þarf að vinna með?
  • Nær samstarfsfólkið að vinna saman í verkefnum og skjölum?

Fáðu ráðgjöf frá okkur hvernig má nota upplýsingatæknina til fjarvinnu – Við höfum reynsluna

Ef þú ert með spurningar vegna möguleika á fjarvinnu hafðu þá samband við Þekkingu í síma  460 3100 eða á sala@thekking.is