Fjármálafyrirtæki

Fjármálaþjónusta og fjármálafyrirtæki byggja á mörgum undirstöðum og er ein sú sterkasta traust. Þekking hefur áratuga reynslu í að starfa með fjármálafyrirtækjum og þekkir vel þær áskoranir sem fjármálafyrirtæki standa frammi fyrir. Við leggjum áherslu á fagmennsku, traust og öryggi í allri okkar þjónustu.  

Öll okkar starfsemi eru ISO27001 vottuð. Við gefum engann afslátt þegar upplýsingaöryggi og rekstraröryggi okkar viðskiptavina er annars vegar.

Fjármálafyrirtæki vinna með mikið af mikilvægum og viðkvæmum gögnum sem kalla á ítrustu öryggisstaðla og þar með vandaða og ábyrga upplýsingatækniþjónustu þar sem öryggi og aðgengi gagna er ávallt forgangsatriði. Við tryggjum að rétta fólkið hafi aðgengi að réttu gögnunum hvar og hvenær sem þess er þörf.  

Allur tölvubúnaður sem tengist miðlægum kerfum er settur upp þannig að hægt sé að hámarka uppitíma, tryggja öryggi gagna og lágmarka endurheimtutíma.  

Öryggisráðgjafar Þekkingar hafa yfirgripsmikla reynslu í að setja upp, sinna rekstri og verja öryggi allra kerfa fjármálafyrirtækja. Við verjum kerfin gagnvart utankomandi aðilum og ógum, aðgangsstýrum aðgengi starfsfólks eftir hlutverki hvers og eins og byggjum upp tvöfalt kerfi til að koma í veg fyrir nokkurs konar kerfisstöðvun. 

Sérfræðingar Þekkingar sjá um uppsetningu og aðgangsstýringu kerfa og er þjónustuver Þekkingar ávallt til staðar mannað sérfræðingum.  

Hafðu samband í síma: 460 3100 eða með tölvupósti sala@thekking.is og við setjum upp réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.