Enn um svindltilraunir – Nú á góðri íslensku

Mikið hefur verið varað við svindltilraunum þar sem póstsending berst frá stjórnanda þar sem óskað er eftir millifærslu (svokallað CEO fraud). Oft hefur verið hægt að sjá að um svindltilraun er að ræða, rangt netfang sendanda, undarlegt orðarlag eða léleg íslenska.

Aðferðir svikaranna eru alltaf að þróast. Við höfum nýlega séð slíkar tilraunir þar sem illgerlegt er að sjá að um rangt netfang sé að ræða. Núna eru farnar að berast tilraunir sem eru skrifaðar á mjög góðri íslensku ef póstinum er svarað. Augljósum merkjum um að svindl sé að ræða er þannig fækkað hratt.

Besta vörnin gegn þessu er ávallt árvekni starfsmanna.

  • Ef reynt er að hraða málum er rétt að staldra við
  • Ef beiðnin er óvenjuleg er rétt að staldra við

Ef það er einhver vafi er best að hafa samband við viðkomandi með öðrum leiðum en tölvupósti. Stjórnendur ættu að fagna því að starfsmenn séu á verði til að verja gegn tilraunum sem þessum. Þetta er nokkuð sem er gott að minna reglulega á.

Tilraunum sem þessum mun halda áfram að fjölga á meðan þær bera árangur.

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að verjast slíkum tilraunum er hægt að nálgast hjá sérfræðingum Þekkingar.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.