Ekki er ráð nema í tíma sé tekið – Nýju persónuverndarlögin

Í maí 2018 taka gildi ný persónuverndarlög. Þessi lög ganga nokkuð lengra en þau sem eru í gildi núna hér á landi og þess vegna er gott fyrir fyrirtæki að byrja sem fyrst á undirbúningi.

Þekking býður fram aðstoð sína við undirbúning

  • Þekking gerir flókinn hlut einfaldan
  • Þekking aðstoðar viðskiptavini og aðra aðila að minnka áhættu og ótta
  • Þekking eykur skilning
  • Þekking býður Persónuverndarfulltrúa í útleigu
  • Þekking aðstoðar við innleiðingu á núgildandi persónuverndarlögum
  • Þekking hjálpar við undirbúning fyrir ný lög

Helstu breytingar með nýju persónuverndarlögunum:

Réttur til Gagnsæis Ábyrgðaraðili þarf að geta veitt upplýsingum til skráðs aðila sem eru á skrá um þann aðila. Þessar upplysingar þurfa að vera veittar á skiljanlegu og aðgengilegu formi.
Réttur til að gleymast Ábyrgðaraðili þarf að geta eytt upplýsingum um viðkomandi sé þess óskað ef upplýsinganna er ekki lengur þörf.
Réttur til að flytja gögn Ábyrgðaraðili þarf að geta veitt einstakling upplýsingar um viðkomandi til flutnings, til dæmis ef einstaklingur er að flytja sig á milli þjónustuaðila. Ef það er tæknilega framkvæmanlegt skal það gert beint á milli ábyrgðaraðila.
Tilkynningar um öryggisbrot  Ef öryggisbrot verður við meðferð persónuupplýsinga þarf ábyrgðaraðili, eigi síðar en 72 tímum eftir að brotið er uppgötvað, að tilkynna það til Persónuverndar.
 Persónuverndarfulltrúi  Lögin gera kröfu um að sérstakur persónuverndarfulltrúi verði skipaður. sá aðili getur verið hvort sem er hjá ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila og er hægt að miða umfang við umfang vinnslunnar hvað það varðar.
 Sektir  Brot á þessum reglum geta varðað sektir allt að 20 milljón evrum eða 4% af árlegri heildarveltu fyrirtækisins á heimsvísu á næstliðnu fjárhagsári, hvort sem er hærra.

 Næstu skref

Persónuvernd hefur lagt til hver séu góð fyrstu skref til að undirbúa fyrir nýju lögin.

Hafa yfirsýn yfir hvaða persónuupplýsingar er unnið með:

  • Greina hvaða upplýsingar verið er að vinna með, hvaðan þau komu og hvernig þau eru meðhöndluð.

Uppfylla kröfur núgildandi laga

  • Ef farið er eftir lögunum eins og þau eru núna verður auðveldara að fara eftir breyttum lögum.

Kynnið ykkur nýju reglurnar:

Breytið verklagsreglum:

  • Yfirfarið núgildandi verklagsreglur hvað varðar meðferð persónuupplýsinga. Uppfærið það sem er til staðar og útbúið áætlun um nauðsynlegar breytingar á vinnslunni. Skoðið listann hér að ofan og lögin í heild sinni og skoðið hvort þið séuð tilbúin fyrir nýju lögin. Sérfræðingar Þekkingar geta veitt aðstoð varðandi þennan þátt.

Náðu forskoti

Fáðu aðstoð sérfræðinga Þekkingar og hafðu samband í síma 460-3100 eða sendu póst á sala@thekking.is

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.