Átt þú eftir að uppfæra í Windows 10?

Á síðasta ári, nánar tiltekið 29. júlí 2016, lokuðu Microsoft á ókeypis uppfærslur í Windows 10 á þeim tölvum sem voru með löglegar útgáfur af Windows 7, 8 og 8.1.

Þangað til var hægt á frekar einfaldan hátt að uppfæra í Windows 10 og tryggja sér þar með áframhaldandi uppfærslur á stýrikerfinu um ókominn tíma. Ljóst var að margir nýttu sér þetta á sínum tíma og má segja að áhugi fyrir nýju stýrikerfi hafi ekki verið meiri síðan Windows XP leit dagsins ljós.

Við hjá Þekkingu höfum verið að aðstoða viðskiptavini við að gera prófanir á Windows 10 í þeirra umhverfi og tekið þátt í innleiðingum hjá þó nokkrum viðskiptavinum. Í þessum innleiðingum hafa komið upp spurningar um það hvort að ókeypis uppfærslan væri enn í boði. Stutta svarið er nei. Lengra svarið er já, þ.e. ef þú notar „assistive technology“ eða aðgengistækni á okkar ástkæra ylhýra og ert ekki með Enterprise eða RT útgáfur af Windows 7, 8, eða 8.1

Nú kann fólk að spyrja sig hvort að þessi uppfærsla sé aðeins til þeirra sem þurfa að nota aðgengisstillingar eins og stækkunarglerið (magnifier) eða upplestur á texta, en svo er ekki. Á heimasíðu Microsoft kemur fram að „We are not restricting the upgrade offer to specific assistive technologies. If you use assistive technology on Windows, you are eligible for the upgrade offer“, og aðgengistækni getur verið flýtilykill. Það þýðir að hver sá sem notar „Ctrl+C“ og „Ctrl+V“ er í raun að nota aðgengistækni og á því rétt á uppfærslunni.

Þessi gleði mun hins vegar taka enda í lok ársins og munu allar uppfærslur þaðan í frá fela í sér einhvern kostnað. Það er því um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst og komast í framtíðina með þvi að uppfæra í Windows 10. Ef viðskiptavinir vilja fá ráðgjöf um það í hvorn fótinn þeir eiga að stíga í þessum málum bendum við á að hafa samband við sölusvið Þekkingar í síma 460 3100 eða senda tölvupóst á sala@thekking.is

Tómas Dan Jónsson

Þjónustusvið

Vettvangur

460 3110

tomas(hjá)thekking.is

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.