Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Aukinni fjarvinnu fylgir krafa um aukið upplýsingaöryggi

5 góð ráð fyrir öruggari verslun á netinu

Síðastliðið ár hefur vinnuumhverfi margra fyrirtækja breyst mikið og hafa mörg störf færst inn á heimili starfsfólks. Þessi breyting felur í sér að skoða þarf mögulegar áhættur því tengdu og má í því samhengi m.a. nefna: nettengingar, aðgengi að tölvu og öryggisvitund starfsfólks.

Fjarvinna síðustu mánuði hefur sýnt fram á að margt starfsfólk getur unnið stóran hluta af starfi sínu í fjarvinnu. Það má því gera ráð fyrir því að fjarvinna muni halda áfram að einhverju leyti hjá starfsfólki og hafa sérfræðingar velt því upp hvort þessar breytingar verði jafnvel komnar til að vera þegar heimsfaraldurinn verður yfirstaðinn. Vinnuumhverfi starfsfólks í fjarvinnu, er ekki það sama og á skrifstofunni, því þarf að tryggja að öryggi upplýsinga sé ekki minna þegar unnið er í fjarvinnu.

Aukin fjarvinna kallar á að gera má ráð fyrir því að netglæpamenn (e. cybercriminals) endurskoði einnig sínar starfsvenjur og umhverfi, og fari í auknu mæli að herja á starfsfólk og þau tæki sem það notar við fjarvinnu. Það er því mikilvægt að bregðast við því með forvörnum og tryggja öryggi í tíma.

Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir, upplýsingaöryggisstjóri Þekkingar

Hvað er til ráða?

Sem dæmi má nefna eftirfarandi sem hægt er að gera til þess að draga úr veikleikum:

  • Regluleg fræðsla og öryggisvitundarþjálfun starfsfólks hefur mikið að segja við uppbyggingu góðrar öryggismenningar. Vel upplýst starfsfólk er mun líklegra til þess að geta metið þær öryggisáhættur sem eru til staðar á hverjum tíma og varist þeim.
  • Vírusvarnir alltaf uppfærðar.
  • Fjölþáttaauðkenning (e. Multi-factor authentication) til staðar.  

Hafðu samband við ráðgjafa Þekkingar og taktu stöðuna á öryggismálum hjá þínu fyrirtæki.

 


Þetta blogg er byggt á eftirfarandi grein: Cybersecurity in 2021 – what can we expect? | 2020-12-31 | Security Magazine