Atvinna

Þekking vinnur markvisst að því að vera fjölskylduvænt fyrirtæki sem og heilsueflandi vinnustaður. Þekking leggur áherslu á breiðan aldurshóp starfsfólks og er mannauðsstefnan í samræmi við það. Við viljum draga að okkur jákvætt starfsfólk sem vill ná árangri og tekur breytingum fagnandi. Slagorð mannauðs Þekkingar er „Samhent stígum við fram á við“ og endurspeglar það starfsumhverfið sem við viljum byggja upp og bjóðum nýju fólki að taka þátt í.

Ef þú hefur kynnt þér fyrirtækið og hefur áhuga á vera hluti af Þekkingarteyminu þá geturðu sent almenna umsókn með því að fylla út formið sem er hér neðar á síðunni.

Ef lausar stöður eru hjá Þekkingu þá má sjá nánar um þær hér fyrir neðan en við minnum áhugasama umsækjendur um að tiltaka greinilega hvaða starf viðkomandi er að sækja um.

Eftirfarandi störf hjá Þekkingu eru laus til umsóknar

Kerfisstjóri

Við bætum við hópinn! Rekstrarþjónusta Þekkingar hlakkar til að fá liðsauka og er staðan í boði hvort sem er á Akureyri eða í Kópavogi. Viðkomandi hefur umsjón og eftirlit með kerfum og annast uppsetningar, breytingar og ráðgjöf.

Hæfniskröfur

  • Minnst 4 ára reynsla í starfi kerfisstjóra.
  • Menntun á sviði upplýsingatækni, t.d. kerfisfræði, kerfisstjórnun eða sambærilegt.
  • Tæknilegar vottanir mikill kostur.
  • Færni í mannlegum samskiptum, mikil þjónustulund og góð íslenskukunnátta.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð og úrræðasemi.


Við hvetjum konur jafnt sem karlmenn til þess að sækja um störf.