Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Örugg afritun

Gögnin eru á meðal mikilvægustu eigna þíns fyrirtækis. Þau geta tapast af margskonar ástæðum, hvort sem er vegna utanaðkomandi tjóna eða mannlegra mistaka. Það getur skapað mikil óþægindi og kostnað og er það því lykilatriði að geta endurheimt þau á einfaldan og skjótvirkan hátt ef þau glatast. Örugg afritun er lykilatriði.

Þekking tekur ábyrgð sína varðandi gögn viðskiptavina alvarlega og er með ISO 27001 vottun á gagnaver sín.

Við tryggjum örugga og hagkvæma afritun

Þekking geymir raungögn og afrituð gögn á aðskildum búnaði. Einnig geta viðskiptavinir óskað eftir því að gögn séu geymd í öðrum landshluta eða öðru landi. Afritunarþjónusta Þekkingar er hýst í vottuðum gagnaverum bæði í gagnaverum Þekkingar á Íslandi sem og erlendis.

Kröfur um hraða endurheimt og lengri geymslutíma gagna getur orðið fyrirferðarmikill og kostnaðarsamur liður í rekstri upplýsingakerfa. Með afritunarþjónustu Þekkingar tryggir þú hagkvæman, fyrirsjáanlegan og jafnan kostnað.

Endurheimt gagna

Afritunarþjónusta Þekkingar býður upp á að gögn séu endurheimt inn á sýndarvélaþjónustu Þekkingar á mjög skömmum tíma. Sé umhverfi viðskiptavinar í sýndarvélaleigu Þekkingar er tími endurheimtar enn skemmri en ef umhverfi eru á búnaði viðskiptavinar.

Tegundir afritunarþjónustu

Sýndarumhverfi

Sýndarvélar hýstar hjá Þekkingu

Sýndarvélar hýstar hjá viðskiptavin

Microsoft 365

Tölvupóstur

OneDrive for Business

SharePoint

Teams

Vélbúnaður

Netþjónar

Útstöðvar

 

Ráðgjafar Þekkingar aðstoða þitt fyrirtæki við þarfagreiningu á varðveislukröfum í samræmi við innri og ytri kröfur, lög og reglugerðir, þ.m.t. fyrir fjármálafyrirtæki og opinberar stofnanir.

Hafðu samband og sjáðu hvernig afritunarþjónusta Þekkingar nýtist þínu fyrirtæki