Afritun

Gögnin þín eru að öllum líkindum það mikilvægasta sem þú átt. Þau geta tapast af margskonar ástæðum, hvort sem er vegna utanaðkomandi tjóna eða mannlegra mistaka. Það getur skapað mikil óþægindi og kostnað og er það því lykilatriði að geta endurheimt þau á einfaldan og skjótvirkan hátt ef þau glatast. Örugg afritin er lykilatriði.

Þekking tekur ábyrgð sína varðandi gögn viðskiptavina afar alvarlega og er með ISO 27001 vottun á gagnaver sín.

Þekking geymir afrit á öðrum búnaði en raungögn eða í öðrum landshluta sé þess óskað og endurheimt gagna er prófuð reglulega. Afritunarþjónusta Þekkingar er hýst í vottuðum gagnaverum Þekkingar í Kópavogi og á Akureyri. Þannig tryggjum við öryggi gagna þinna.

Hagræði í afritun

Með auknum kröfum um hraða endurheimt og lengri geymslutíma gagna getur umsjón og stækkanir á afritunarkerfi orðið kostnaðarsamur liður í rekstri upplýsingakerfa. Með því að færa afritunarþjónustu til Þekkingar greiðir þú aðeins fyrir afritað gagnamagn sem tryggir jafnan kostnað í samræmi við notkun.

Endurheimtum gögnin á sem skemmstum tíma með öruggri afritun.

Afritunarþjónusta Þekkingar býður upp á að endurheimta inn á sýndarvélaþjónustu Þekkingar á mjög skömmum tíma. Sé umhverfi viðskiptavinar í sýndarvélaleigu Þekkingar er endurheimtartími enn skemmri en ef umhverfi eru á búnaði viðskiptavinar.

Fáðu ráðgjöf

Þekking getur einnig aðstoðað við þarfagreiningu á varðveislukröfum í samræmi við ytri kröfur, lög og reglugerðir, þ.m.t. fyrir fjármálafyrirtæki og opinberar stofnanir.

Helsti ávinningur:

  • Fastur, fyrirsjáanlegur kostnaður
  • Mögulegt að endurheimta inn á búnað Þekkingar með skömmum fyrirvara
  • Tími og kostnaður við rekstur, umsjón og prófanir kerfisins eru innifalin í gjaldinu
  • Ráðgjöf sérfræðingar um endurheimt og varðveislu

Hafðu samband

Viltu fá að vita meira um afritunarþjónustu Þekkingar? Við viljum endilega heyra frá þér svo hafðu samband hér